Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Blaðsíða 68
66
Fréttabréf.
[Stefnir
beint sámband í stað þess að nota
milliliði í Kaupmannahöfn.
Á þessu ári varð félagið í fyrsta
sinn að skifta um framkvæmdar-
stjóra. Emil Nielsen, sem hefir
stjórnað félaginu frá upphafi, lét
af stjórninni, en við tók Ólafur
Benjamínsson. Nielsen er eitt
dæmi upp á það, hve miklu ást-
fóstri útlendingar geta tekið við
Island og hve mikið gott við höf-
um sótt til ýmsra erlendra manna,
sem hér hafa starfað. En for-
stjóraskiftin sýna, hvernig fleira
og fleira færist yfir á hendur ís-
lendinga sjálfra eftir því sem
kunnáttan og reynslan í landinu
sjálfu vex.
Á fundinum reyndu sósíalistar
að koma pólitískum flokkadrátt-
um inn í félagið. Fóru þeir Sig-
urjón Ólafsson og Jón Baldvins-
.son að ýfast út af hásetaverkfall-
inu síðasta, en fengu góð svör og
gild hjá stjórn félagsins.
Er einkennilegt að athuga, hve
kalt stjórnarflokkunum sýnist vera
að verða til þessa innlenda eim-
skipafjelags. Nú er það seinasta
uppfyndingin, að skylda félagið til
þess að láta ríkið fá hlutabréf fyr-
ir þeirri upphæð, sem félagið nýt-
ur úr ríkissjóði. Ríkissjóður á með
öðrum orðum að hætta að styrkja
félagið, en kaupa í þess stað í því
hluti. Er auðséð hvert er stefnt
með þessu. Ríkið á þannig smám-
saman að eignast félagið svo að
hægt verða að „þjóðnýta“ það.
Er vonandi að félagið sleppi þá
heldur styrknum og sigli sinn eig-
in sjó.
I bæjarstjórn Reykjavíkur er
nú verið að ræða áætlun um eitt
mesta mannvirki, sem framkvæmt
hefir verið hér á landi, en það er
virkjun Sogsins. Keypti bærinn
nýlega hálf vatnsréttindi í efsta
hluta Sogsins af Magnúsi Jóns-
syni lagaprófessor (fyrverandi
ráðherra) fyrir tæpar 100 þús.
krónur, en ríkið á vatnsréttindin
á móti.
Eftir áætluninni má fá 25000
hestöfl úr þessum hluta Sogsins
án þess að nota nema daglegan
rennslisjöfnuð I>ingvallavatns, en
með því að lækka vatnsborðið um
h. u. b. 4 metra á vissum tímum
árs, má hækka þetta upp í 35000
hestöfl. Kostnaður er áætlaður:
Mannvirki við Sogið og leiðsla til
Reykjavíkur kr. 4.700.000 og
aukning taugakerfis o. s. frv. í
Reykjavík kr. 1.100.000, eða alls
kr. 5.800.000.
Uppdrátturinn sýnir, hve ó-
venjulega vel hagar hér til um
virkjun. Þarf ekki annað en stífla