Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Síða 72

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Síða 72
70 Frá öðrum löndum. [Stefnir bola Englendingum út af mark- aðinum og lækki hjá sér skatta á sama tíma sem Englendingar verði að standa straum af öllum hernaðarskuldunum. Aftur á móti er talið svo, að afstaðan til Bandaríkjanna muni batna. Var jafnvel farið að tala um ófriðarbliku milli þessara heimsvelda. En nú er alt í fögn- uði í svip. General Dawes, sem frægur er síðan hann var for- maður nefndarinnar, sem ákvað hernaðarskaðabætur Þjóðverja, er nýkominn til En,glands sem sendiherra Bandaríkjanna, og er jafnvel búist við að Mac Donald heimsæki Hoover Bandaríkjafor- seta til þess að skeggræða við hann um takmörkun vígbúnaðar og fleira. Ósigur frjálslynda flokksins. Ósigur frjálslynda fokksins stafar að nokkru leyti af fyrir- komulagi kosninganna. En þó spá því margir, að hann muni seint eiga sér uppreisnarvon. Benda menn á, því til sönnun- ar, að hann hafi nú haft eitt- hvert bezta tækifæri til sigurs. Baldwin stjórnin var orðin óvin- sæl. Mörgum hinsvegar um og ó að kjósa verkamannaflokkinn, því að skuggi verkfallsins mikla er ekki hbrfinn. Þeir hafa mesta mælskumann landsins í foringja- sæti, Lloyd George. Blaðakost höfðu þeir ákaflega sterkan og mjög dugandi frambjóðendur. Aðstaðan var. sterk vegna þess, hve langt er síðan þeir hafa verið við völd, og geta því skammað alt og alla. Og ofan á alt þetta höfðu þeir ótakmarkað fjármagn og brúkuðu það óspart. Er sagt að þeir hafi eytt 15—24 miljón- um króna í kosningamar. 1 aug- lýsingar einar er sagt að þeir hafi eytt upp undir hálfri þriðju miljón króna! Alt þetta kom fyrir ekki. Menn eru þar sem annarsstaðar að verða leiðir á' ,,milliflokkunum“, sem dingla með stefnunum á víxl. Menn vilja stefna að ,hrein- um línum'. Laun forsætisráðherrans. Blöð verkamannaflokksins vilja láta hækka laun forsætis- ráðherrans. Hann hefir nú £ 5000 eða 100 þús. krónur, en af því verður hann að borga í beina skatta um 30 þús., svo að tekjur hans verða um 70000 krónur, og er talið langt frá því að hann komist af með það. Er bent á það, að sumir hinir ráðherramir hafi, með ýmsum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.