Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Blaðsíða 72
70
Frá öðrum löndum.
[Stefnir
bola Englendingum út af mark-
aðinum og lækki hjá sér skatta
á sama tíma sem Englendingar
verði að standa straum af öllum
hernaðarskuldunum.
Aftur á móti er talið svo, að
afstaðan til Bandaríkjanna muni
batna. Var jafnvel farið að tala
um ófriðarbliku milli þessara
heimsvelda. En nú er alt í fögn-
uði í svip. General Dawes, sem
frægur er síðan hann var for-
maður nefndarinnar, sem ákvað
hernaðarskaðabætur Þjóðverja,
er nýkominn til En,glands sem
sendiherra Bandaríkjanna, og er
jafnvel búist við að Mac Donald
heimsæki Hoover Bandaríkjafor-
seta til þess að skeggræða við
hann um takmörkun vígbúnaðar
og fleira.
Ósigur frjálslynda flokksins.
Ósigur frjálslynda fokksins
stafar að nokkru leyti af fyrir-
komulagi kosninganna. En þó
spá því margir, að hann muni
seint eiga sér uppreisnarvon.
Benda menn á, því til sönnun-
ar, að hann hafi nú haft eitt-
hvert bezta tækifæri til sigurs.
Baldwin stjórnin var orðin óvin-
sæl. Mörgum hinsvegar um og ó
að kjósa verkamannaflokkinn,
því að skuggi verkfallsins mikla
er ekki hbrfinn. Þeir hafa mesta
mælskumann landsins í foringja-
sæti, Lloyd George. Blaðakost
höfðu þeir ákaflega sterkan og
mjög dugandi frambjóðendur.
Aðstaðan var. sterk vegna þess,
hve langt er síðan þeir hafa verið
við völd, og geta því skammað
alt og alla. Og ofan á alt þetta
höfðu þeir ótakmarkað fjármagn
og brúkuðu það óspart. Er sagt
að þeir hafi eytt 15—24 miljón-
um króna í kosningamar. 1 aug-
lýsingar einar er sagt að þeir
hafi eytt upp undir hálfri þriðju
miljón króna!
Alt þetta kom fyrir ekki. Menn
eru þar sem annarsstaðar að
verða leiðir á' ,,milliflokkunum“,
sem dingla með stefnunum á
víxl. Menn vilja stefna að ,hrein-
um línum'.
Laun forsætisráðherrans.
Blöð verkamannaflokksins
vilja láta hækka laun forsætis-
ráðherrans. Hann hefir nú £ 5000
eða 100 þús. krónur, en af því
verður hann að borga í beina
skatta um 30 þús., svo að tekjur
hans verða um 70000 krónur, og
er talið langt frá því að hann
komist af með það.
Er bent á það, að sumir hinir
ráðherramir hafi, með ýmsum