Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Side 19

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Side 19
Stefnir] Milli fátœktar og bjargálna. 17 með atkvæði sínu að taka þátt í ákvörðunum um landsmál, að bera nokkurt skyn á grundvall- aratriði þau, sem efnaleg af- koma veltur á. Sérstaklega er þetta nauðsynlegt hér á-landi, eins og nú stendur á, meðan þjóðin er á hinni erfiðu leið úr fátækt í bjargálnir. Engar skoð- anir, sem hrekja eða tæla þjóð- ina út af þeirri leið, mega fá yf- irhönd í þjóðfélaginu. Þjóðin verður að varast villigöturnar, bera kensl á þau leiðarmörk, sem vísa rétta veginn frá örbirgðinni til velgengninnar. I þetta sinn ætla jeg að gjöra tilraun til að vísa á fáein af þessum leiðar- mörkum, og vara við nokkrum af villigötunum. Hvað er fátækt og hvað er auðlegð? Gagnlegt er að byrja með því að átta sig á því, hvað fátæktin eiginlega er, og hvað auðlegð er. Fátæktina þekkja flestir Islend- ingar af eigin reynd og sjón, og vita, að hún er vöntun á fjár- munum, skortur á matvælum, skortur á klæðnaði, skortur á húsakynnum, vöntun á búpen- ingi, vöntun á ræktuðu landi o. s. frv. En ef menn eiga áð svara spurningunni, hvað auð- legð sé, eða hvað það eiginlega sé að vera ríkur, þá verður mörg- um fyrst fyrir að svara: Sá er ríkur, sem á nóga peninga, auð- legð eða ríkidæmi er sama sem peningar. En þetta er misskiln- ingur; auðlegðin er ekkert ann- að en nægtir þesskonar fjár- muna, sem taldir voru hér að ofan, hún er andstaða fátæktar- innar og ekkert annað. Þjóðar- auður er í því fólginn, að til sé í landinu og í eigu landsmanna mikið af húsum, húsmunum, mat- vælum, fatnaði og öðrum notkun- arvörum og neysluvörum, mikið af ræktuðu landi og búpeningi, mikið af verzlunarskipum, fiski- skipum og veiðarfærum, mikið af vlnnuhúsum eða verksmiðjum og vinnuvélum, mikið af vegum, járnbrautum, bílum og brautar- vögnum, símum og loftskeyta- stöðvum, listasöfnum og lista- verkum, skólum, kensluáhöldum, náttúrugæðum, efnivörum og hálfunnum vörum á öllum stig- um framleiðslunnar. En peningar þá? Eru þeir ekki verðmæti líka? Það mál þarf dá- lítið nánari skýringar. Þegar sagt er um einhvern mann nú á dögum að hann „eigi mikla peninga“, er venjulegast átt við það, að hann eigi inn-

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.