Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Blaðsíða 40
38
New York.
[Stefnir
Eins og áður er getið, sker
Broadway aðrar götur á ýmsum
stöðum. Þessir staðir hafa orðið
að nokkurskonar brennideplum
borgarinnar. Nefna má t. d.
Madison Square þarsem Broad-
way og fimti Avenue skerast,
Times Square þar sem sjöundi
Avenue sker Broadway og
Columbus Circle þar sem Bro-
adway og áttundi Avenue mæt-
ast. Mest er umferðin á Times
Square. Nafn sitt hefir þessi
brennidepill fengið af stórblað-
inu New-York Times. Hús þess
gnæfir á sjálfum oddanum að
sunnan, milli sjöunda Avenue
og Broadway, yfir tuttugu
hæðir. Þar undir er brautarstöð
neðanjarðar, einhversú
í heimi. Þar mætast allar neð-
anjarðarbrautirnar og þar er
umferðin svo gífurleg, að engin
orð fá lýst því. Hraðlestirnar
þjóta sífelt út og inn, en mann-
fjöldinn flæðir yfir alt og allir
eru að flýta sér. Það er eins
og ''loftið sé hlaðið einhverj-
um mögnuðum kráfti, sem ger-
ir menn hálf trylta. Sérstak-
lega kveður að þessu að morgnin-
um og kl. 5—6 eftirmiðdaginn. Þá
er eins og alt sé orðið ramvitlaust,
engu líkara en fólkið væri að ryðj-
ast út úr húsi sem væri að brenna.
Það er eins og manni létti við það,
að komast upp í „kyrðina“ á
sjálfri götunni, þó að þar verði
varla þverfótað fyrir þrengslum.
Tindurinn á Woolworth
gnœfir upp úr skýjunum.
Hér á Times Square mætast
Broadway og sjöundi Avenue, eins
og áður var sagt, en úr hinni átt-
inni koma inn á þetta svæði 42.,
43. og 44. stræti. Og á þessu svæði