Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Blaðsíða 33
Stefnir]
Milli fátæktar og bjargálna.
31
menningu," nútímans, sem sumir
þeir tala háðulega um, sem minst
skyn bera á það, hve stórfeldum
umbótum á lífskjörum almenn-
ings hún hefir þegar áorkað, og
á þó eftir að gera betur. Allar
þessar umbætur fela það í sér,
að stofnfé fyrirtækjanna þarf að
vera miklu meira móts við hvern
verkamann, en áður var. Þar
með hefir líka viðhalds og fyrn-
ingarkostnaður stofnfjárins og
vaxtagreiðslur af andvirði þess
vaxið stórum. En langmest hafa
þó vaxið útgjöldin til þriðja liðs-
ins, sem áður var nefdur endur-
bætur og aukning stofnfjármun-
■anna. 1 vel reknum fyrirtækjum
í Bandaríkjunum er það nú orðin
venja, að sérhverri vinnuvél er
fleygt í bræðsluofnana tafarlaust
þegar fullkomnari gerð er fáan-
leg, heilar verksmiðjur endur-
bygðar, ef mönnum hefir hug-
kvæmst betri tilhögun. Það eru
óhemju fjárhæðir, sem fara í um-
bætur og aukningu stofnfjár-
munanna, en framleiðslan á mann
er líka miklu meiri hjá þeim en
nokkur dæmi eru til áður eða
annarsstaðar, og fullnæging
neyzluþarfanna komin lengra á
veg hjá þeim en nokkurri annari
þjóð.
3. Stjórn. Tilhögunin á stjóm
atvinnutækja getur verið með
tvennu móti. Annaðhvort er
stjórnin í höndum eiganda sjálfs,
eða í höndum manna (ráðsmanna,
forstjóra), sem eru ráðnir og
launaðir til þess að hafa stjórn-
ina á hendi. Með síðari tilhög-
uninni verður greiðslan fyrir
stjórnarstörfin mikið til sama
eðlis og hver önnur vinnulaun.
Og í rauninni er líka rétt að
skoða endurgjald það, sem eig-
andi tekur fyrir að stjóma sjálf-
ur sínu eigin fyrirtæki, sem borg-
un fyrir vinnu. En hér við bæt-
ist svo áh'ættan.
Sérhvert fyrirtæki, verður að
búast við því, að tapa öðru hvoru,
í erfiðum árum. Til þess að slík
töp verði fyrirtækinu ekki að
fótakefli, neyði það til að selja
nokkuð af stofnfjármunum sín-
um, fækka mönnum og minka
framleiðslu sína, eða hætta al-
veg, er alveg nauðsynlegt að
stjórna því þannig, að í góðum
árum safnist nokkur tekjuaf-
gangur, eða gróði, sem kallað er.
Þegar eigandi stjórnar fyrirtæki
sjálfur, er þessari áhættuþókn-
un venjulega ekki haldið að-
greindri frá öðrum tekjum hans
af fyrirtækinu, en í hlutafélög-
um er venjulega hafður reikn-
ingslegur varasjóður til þess að