Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Blaðsíða 77
Stefnir]
ffi—
Frá öðrum löndum.
75
NÝIFORD
er áreiðanlega sá bíllinn, sem langbezt hentar voru landi og
þjóð. Hann sameinar í sjer göfugt útlit, afar sterkan og spar-
neytinn mótor og mjög vandaða byggingu. Hann er færastur
allra bíla á misjöfnum vegum og rennur bröttustu brekkur við-
stöðulaust. Viðhald hans er bezt trygt allra bíla hjer, vara-
hiutir til hans lang ódýrastir og ávalt til.
Kaupið einungis nýja Ford og krefjist þess að verða
fluttir í nyja Ford, ef ástæður leyfa ekki bílkaup.
P. Stefánsson,
umboðsmaður
á íslandi.
ffl-------------------------------
fremsta megni félög ungra kom-
múnista og beita þeim gegn áhrif-
um kirknanna og gegn kristilegu
unglingafélögunum.
En auk þess grípa þeir til
„handaflsins". Hefir stjórnin gef-
ið út fjölda tilskipana, er miða
að því, að takmarka vald og verk-
svið kirkjudeildanna. Og nú hefir
sókn þeirra á árinu, sem yfir
stendur leitt til þess, að þessar
tilskipanir hafa verið sameinaðar
í einn bálk, sem ætlað er að ganga
enn milli bols og höfuðs á kirkj-
unni, og hennar áhrifum. Var
bálkur sá út gefinn snemma í
aprílmánuði. 1 honum er t. d.
þetta ákvæði: „Trúarleg félög
" ,...........
mega eingöngu starfa að trúmál-
um, en er bannað með öllu að fást
við fjárhagsleg og menningarleg
viðfangsefni önnur en þau, sem
beinlínis snerta trúmálastarfsem-
ina.“ Ef þessu verður fylgt fram
með harðneskju er geysilega víð-
tæk starfsemi slegin til jarðar
með einu hnefahöggi. — Annað
ákvæði þessa lagabálks er þetta:
„Bænhús og önnur hús safnað-
anna, svo og klerka má aðeins
nota til starfsemi í því bygðar-
lagi.“ Hér er allur hinn víðtæki
félagsskapur, samstarf og sam-
bönd rofið og alt bútað niður í
smá-hópa, sem hægra verður að
ráða við.