Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Blaðsíða 98
96
Cavalier höfuðsmaður.
[Stefnir
foringjarnir inni í höllinni biðu
eftir skipun frá foringjanum að
brjótast fram úr fylgsnunum. Sú
skipun kom aldrei.
Marskálkurinn sté á bak,
kvaddi Cavalier með virktum og
hélt af stað. En þegar hann sá, að
hinn hafðist ekkert að og að gat-
an var greið fram undan honum,
sneri hann alt í einu hestinum við.
„Cavalier höfuðsmaður", sagði
hann glaðlega og íbygginn. „Hér
eru skjöl, nákvæmlega samhljóða
þeim, sem voru inni hjá yður á
borðinu, að því er eg bezt veit.
Þau eru öll undirskrifuð með eig-
in hendi minni í nafni hans há-
tignar konungsins. Hann fór ofan
í vasa sinn og dró upp þykkan
skjalabunka og rétti hann að Ca-
valier.
„Undirskrifuð!“ æpti Cavalier,
og trúði ekki. „Er gengið að skil-
málum okkar? Hvenær voru þau
undirskrifuð?"
„Áður en eg fór að heiman, frá
Versölum", svaraði de Villars.
„Eg setti það upp, að mega ganga
að skilyrðum yðar ef eg teldi yður
þess verðan, og þættist mega
treysta því, að þér hélduð alla
skilmála."
Uppreisnarforinginn greip
skjalaböggulinn, og vissi ekkert
hvaðan á sig stóð veðrið. „Und-
irskrifuð áður en þér fóruð að
heiman! Og þér sögðuð mér þetta
ekki — ekki einu sinni þó að þér
mættuð eiga von á bráðum bana
með því að neita að skrifa undir.
Eg er alveg ruglaður í þessu!“
„Þér áttið yður fljótt á því
þegar þér hugleiðið málið betur,
herra höfuðsmaður. Og nú —
góða nótt!“
Svo sneri de Villars við hest-
inum og hvarf út í myrkrið.
Uppreisninni í Languedoc var
lokið. Friður var kominn á, og
farið að vinna að því að koma
landinu í lag. Marskálkurinn de
Villars var kominn heim, til Ver-
sala, og hafði unnið sína þús-
und gullpeninga í veðmáli. Caval-
ier höfuðsmaður var kominn í
liðsmannasveit de Villars, og barð-
ist þar í skotmannaliðinu fyrir
konunginn og föðurlandið.
Þá spurði einhver hertogann de
Villars um það, hvemig hann
hefði farið að því að koma því í
kring á skömmum tíma og án
orustu, sem margir aðrir hefði
verið að berjast við árum saman
án þess að það tækist.
En marskálkurinn de Villars
svaraði rólega: „Með því að
breyta við foringjann eins og
prúðmenni og jafningja."