Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Síða 25

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Síða 25
Stefnir] 23 Milli fátæktar og bjargálna. leynt eða ljóst. Þeir hugsa sér að samkepnin sé í því fólgin, að hver keppandinn reyni að hindra hina frá því að ná settu marki eða tilætluðum árangri. Eftir þeirri hugsun ætti samkepni íþróttamanna að vera fólgin í hrindingum og hrekkjabrögðum, samkepni nemenda í skólum að fara fram með því, að hver reyndi að glepja fyrir öðrum og trufla og tefja nám hinna. Nú vita all- ir, að ef eitthvað slíkt kemur fyr- ir í íþróttakappleik eða skóla, þá er það engin samkepni, held- ur þvert á móti — brot á skráð- um og óskráðum lögum samkepn- innar á þeim sviðum. Þá skulum vér næst líta á samkepni í framleiðslu. í hverju er hún fólgin? 1 því, að sérhver hinna keppandi framleiðenda reynir að fullkomna sig sjálfan og sitt fyrirtæki, svo að fram- leiðsla hans verði sem mest og sem útgengilegust, svo að hann geti selt hana fyrir sem lægst verð, og borið þó sinn skerf af öðrum framleiddum gæðum úr býtum. Hitt væri ódæmi, ef ein- hver framleiðandi vildi reyna að komast sjálfur fram úr keppi- nautunum með því að drepa bú- fé þeirra eða mölva verkfæri fyr- ir þeim; væri slíkt glæpir en eng- in samkepni. Og þegar vér höf- um nú í huga þá meginreglu, að sérhver framleiðandi verður sjálfs sín vegna að leggja alla stund á að fullnægja sem bezt þörfum annara (neytendanna og notendanna), þá sjáum vér að samkepnin í framleiðslu er í því fólgin, að sérhver keppendanna reynir að þroska sem bezt hæfi- leika sína og getu til þess að full- nægja þörfum annara. Loks skulum vér líta á sam- kepni í viðskiftum. Það er nú fyrst og fremst hún, sem er and- stæðingum frjálsrar samkepni þyrnir í augum. I hverju er hún þá fólgin? 1 því, að þeir, sem hafa einhverja samkynja fyrir- greiðslu viðskifta að starfi, keppa eftir því hver fyrir sig, að reka starfið svo, að þörfum skifta- vinanna verði sem bezt fullnægt. Sem dæmi til útskýringar skulum vér taka samkepni í verzlun. Kaupmaðurinn kaupir erlendar vörur af erlendum framleiðend- um eða sölumönnum þeirra, ann- ast um að fá þær fluttar til landsins, greiðir af þeim tolla, og hefir þær til sölu handa inn- lendum skiftavinum, með nokk- urri álagningu á verðið fram yfir útlagðan kostnað. Velgengnihans sjálfs er nú undir því komin,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.