Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Blaðsíða 20
18
Milli fátæktar og bjargálna.
[Stefnir
stæðufé á vöxtum í bönkum,
sparisjóðum eða annarsstaðar.
Vér skulum þá hugsa oss mann,
sem hefir haft afgang af arði
vinnu sinnar eða atvinnu, segjum
1000 kr., og lagt þær í banka.
Ef bankastjórnin lánar nú þess-
ar 1000 kr. einhverjum atorku-
manni, sem fær sér arðberandi
verðmæti fyrir peningana, t. d.
ræktar land fyrir upphæðina,
eða kaupir ær fyrir hana, eða
fiskibát, þá er verðmætið þar
með komið í þessa fjármuni, þar
geymist það, ber eiganda fjár-
munanna arð, en hann greiðir af
þeim arði vexti í bankann, og
bankinn greiðir innstæðueigand-
anum vexti. Þarna eru þá „pen-
ingar“ innstæðumannsins geymd-
ir í arðberandi fjármunum lán-
takans. Fjármunimir eru hið
raunverulega verðmæti, „pen-
ingarnir" eru þama ekkert ann-
að en krafa eins borgara (inn-
stæðumannsins) á hendur öðrum
(atvinnurekandanum).
En hugsum oss nú að bank-
anum væri ekki betur stjórnað
en svo, að þessar 1000 kr. væru
lánaðar einhverjum fáráðling
eða óhappamanni, sem eyddi
þeim til einskis gagns; þá er
verðmæti þessarar innstæðu orð-
ið að engu. Innstæðueigandinn á
að vísu sína kröfu á bankann, en
nú verður bankinn að grípa til
einhverra annara verðmæta þjóð-
félagsins, þegar innstæðan er
heimtuð út, taka til þess af vara-
sjóði sínum eða arði. Fyrir þjóð-
félagið er innstæðan ekki lengur
neitt verðmæti, hún getur ekki
borið því neinn arð, af þ.ví að
engir henni samsvarandi fjár-
munir eru neinsstaðar til.
1 þriðja lagi gæti bankinn
komið innstæðufénu, þessum
1000 kr., 1 ávöxtun og geymslu
erlendis. Sé sú geymsla trygg,
er unt að heimta innstæðuna .til
baka hvenær sem er, án þess að
skerða til þess nein innlend verð-
mæti.
Að svo stöddu skal ekki farið
lengra í útlistanir á þessu, en
niðurstaðan dregin saman í fám
orðum:
Efnaleg verðmæti eða eignir
hvers þjóðfjelags eru fólgin í:
1. Verðmætum fjármunum í
landinu og í eign lands-
manna.
2. Kröfum á önnuar lönd eða
erlendum innstæðum.
Skuldir og kröfur milli inn-
lendra manna og stofnana koma
ekki til greina, þar gengur hvað
upp á móti öðru, krafa á móti
skuld, innstæða móti útláni. Aft-