Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Side 5

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Side 5
FRETTABREF. Reykjavik, seint í okt. 1929. Þegar þetta hefti Stefnis kernur til lesandanna verður hin mikla stórhátíð ársins komin í nánd. Jól- in eiga í því sammerkt við aðra tíma, að þau sækja misjafnlega að mönnum. Suma hitta þau glaða, aðra hrygga og beygða. En gleði- efni jólanna á að vera óháð öllu slíku, og það gleðiefni er því bezta eign hvers einstaklings og hverr- ar þjóðar. Stefnir óskar því, að þjóð vor eigi sem mest af þeim krafti, sem gerir hverjum manni jólin að gleðihátíð, og er þess fullviss, að þá muni vel vegna. Gleðileg jól! Glímufélagið »Ármann« sendi í sumar flokk valinna íþróttamanna til Þýzkalands, undir stjórn Jóns Þorsteinssonar, íþróttakennara. Voru þeir 16 saman og Lúðvik Guð- mundsson, skólastjóri, hinn 17. Var hann fulltrúi flokksins. Þessir i- þróttamenn hafa nú sýnt leikfimi og íslenzka glímu í 25 borgum í Þýzkalandi. Byrjuðu i Kiel hinn 4. september og enduðu suður í Elber- feld hjá Rín hinn 20. október. — Reinh. Prinz, hinn góðkunni íslands- vinur, sem nú verður bráðlega doktor í íslenzkum fræðum (sögu Gísla Súrssonar) vió norrænudeild háskólans í Kiel, hafði undirbúið för íþróttamannanna og ákveðið sýningarstaði. Slóst hann og með í förina. Um sýningarnar sáu víðast hvar bæjarstjórnir og iþróttafjelög, og voru íþróttamenn gestir bæjar- stjórna á hverjum stað. Var þeim hvarvetna forkunnar vel tekið og farið með þá eins og stórhöfðingj- ar væri. Sýningum var jafnan hag- að þannig, að fyrst var leikfimis- sýning, þá flutti Lúðvík Guðmunds- son fyrirlestur um ísland, og svo kom glímusýning og seinast bænda- glíma. Aðsókn að sýningunum var misjafnlega mikil og sumstaðar hvergi nærri góð, en allsstaðar voru menn stórhrifnir af flokknum og hinni ágætu og einstöku íþrótt, 13*

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.