Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Page 17

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Page 17
Stefnir] Frá öðrum löndum. 207 þó fór svo að hundruð manna voru drepnir, og flest Gyðingar. Fjöldi var særður og limlestur. Svo á að heita, að Englendingar hafi nú yfirhönd í landinu. Enskar hersveitir fara um landið eins og rómversku hersveitirnar gerðu fyrir þúsundum ára. En undir niðri ólg- ar blóðið í þessum suðrænu of- stopamönnum. Enska stjórnin hefir nú skipað nefnd til þess að rannsaka þetta mál, og er hún farin austur. Englendingar hafa beðið álits- hnekki þar eystra, sem seint mun vinnast upp. Heimta nú margir .beztu inenn þeirra, að þeir segi sér með öllu afhendis þessi vandræða- lönd og lýði. Er langt frá því, að Englending- ar sé búnir að bita úr nálinni um þessi mál. Vaxtahækkanir. Þann 26. september hækkaði Eng- landsbanki forvexti sína um l°/0, úr 5'/i°/0 upp í 6'/•-•°/0. Sama dag hækkuðu seðlabankarnir á Norður- löndum forvextina. í Svíþjóð um l°/o upp í 5V/0, í Noregi um'/>°/0 upp í 6 og í Danmörku um '/i°/0 upp í 5'/a(i/0. Hér hækkuðu forvext- ir 28. september um l()/0 upp í 8°/0, Þegar gerður er samanburður á forvöxtum hér og í öðrum Iöndum verður að gæta þess, að erlendis eru forvextir almennra viðskifta- banka 1—2% hærri en forvextir seðlabankanna; hér á landi er, enn sem komið er, ekki um sérstaka seðlabankaforvexti að ræða. Það er í annað skifti á þessu ári, að forvextir Englandsbanka hækka og í bæði skiftin hefir hækk- unin numið l°/0. í febrúarmánuði hækkuðu forvextirnir úr 4'/a0/0 upp í 5'/f°/0. Þá hafði undanfarið verió afarmikil eftirspurn eftir peningum á markaðinum í London og sífelt útstreymi þaðan af gulli. En þrátt fyrir forvaxtahækkunina hélt út- flutningurinn á gulli áfram. Á þessu tímabili hefir gullforði Englands- banka stórum rýrnað; í febrúar var hann 156 þús. sterlingspund, en í septemberlok aðeins 133 þús. sterl- ingspund. Það virðist því svo sem peningarnir væri enn eigi nægilega dýrir í London og leið ekki á löngu. að menn færi að búast við nýrri forvaxtahækkun. Orsakir hækkunarinnar. Sterlingspundið hefir að jafnaði á þessu tímabili staðið mjög lágt, einkum gagnvart marki og frönsk- um frönkum; hefir mikið af gulli verið flutt frá London til Þýzka- lands ogFrakklands. Þessi gullflutn-

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.