Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Page 18

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Page 18
208 Frá öðrum löndum. [Stefnir ingur hefir auðvitað haft mikil áhrif á peningamarkaðinn í London, en það eru ekki aðalorsakirnar að örð- ugleikunum. Þeirra verður að leita í Bandarikjunum. Hin samfeldu góðæri i Banda- ríkjunum hafa haft í för með sér mikinn vöxt á öllum sviðum at- vinnulífsins og þó sérstaklega í iðnaðinum. Feikna fé hefir verið fest i nýreistum og endurbyggðum verksmiðjum, húsum og öðrum ný- virkjum. Og vegna aukningar fram- leiðslunnar liggur miklu meira fé en áður bundið í efni og afurðum. Kauphallarviðskifti i hlutabréfum og verðbréfum hafa færst mjög í auk- ana og það er bein afleiðing af vexti og viðgangi atvinnufyrirtækj- anna. Er mjög um það deilt, hve mikil áhrif kauphallarviðskiftin hafi haft á peningamarkaðinn í New- York. Margir eru þeirrar skoðunar, að þessi viðskifti hafi dregið til sín svo mikið fé, að þaðan stafi að miklu leyti peningaskorturinn. Um mitt sumar var peninga- markaðurinn orðinn svo þröngur, að eigi varð komist hjá forvaxta- hækkun. 8. ágúst hækkaði Federal Reserve-bankinn (seðlabankinn) í New-Yoik forvextina upp í 6 °/0 og voru forvextirnir þá orðnir lh °/0 hærri en i Loqdon. Var þvi bú- ist við að forvextir Englandsbanka myndi hækka þegar í stað. En það varð samt ekki og Englandsbanki virtist ætla að reyna í lengstu lög að halda óbreyttum forvöxtum. — Eftir því sem á leið sumarið, fór aðstaðan versnandi og sterlings- pundið stóð svo lágt, að gullið streymdi út meir en nokkru sinni fyr. í septemberlok kom svo hækk- un forvaxtanna og hafði gullforði Englandsbanka rýrnað um 3,3 milj. sterlingspund á þrem næstu dög- um á undan. Fyrst í stað varð ekki vart verulegra áhrifa af forvaxta- hækkuninni. En í byrjun október var sterlingspundið farið að hækka og stendur nú (19. október) mjög hátt gagnvart dollar. Tilganginum er því náð að þessu leyti, en hlut- verki forvaxtahækkunarinnar er ekki þar með lokið og enginn get- ur vitað; hve lengi hún stendur, en þó er búizt við, að hún verði ekki langvarandi. Síðustu fregnir (í lok okt.) skýra frá ógurlegu verðhruni á kauphöll- inni í New-York. Æsingar svo mikl- ar og ofboð, að kauphöllinni hefir verið lokað um stund. 31. okt. lækkaði Englandsbanki forvexti sína um '/2 °/0 niður í 6 °/0.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.