Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Page 36

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Page 36
CUfrcA ftCCuMxs Amazon er mest lljót í heimi. Það er stundum kallað miðjarðar- línan sýnilega. Varla er hægt að gera sér rétta hugmynd um stærð og veldi þessa fljóts. í mynni fljótsins er eyjan Marajó, og er hún stærri um sig en Sviss. Amazón-fljótið er 5500 kílómetrar á lengd, ef reiknað er frá upptökum lengstu kvíslarinn- ar. Vatnið er meira en tvo mánuði á leiðinni frá upptökum út í sjó. Þegar stórstreymt er, myndast óg- urleg flóðbylgja í minninu, og gæt- ir hennar 800 kílómetra frá sjó, en gula vatnið úr fljótinu sést 500 kílómetra frá landi ofan á dimm- bláu sjáfarvatninu. Mynni fljótsins er 250 kílómetrar á breidd, en sé kvíslarnar báðu megin við Marajó- eyjuna teknar með, verður breiddin 320 kílómetrar. Þessar tölur eru gripnar til þess að sýna, hve ægilegt Iandflæmi hér er um að ræða. En bygðin er litil á bökkum hins mikla fljóts og þeirra 18 stórfljóta, sem í það renna. Amazón-landinu er skift milli ríkja þeirra, sem að fljótinu liggja. Brazilía hefir eignast bróðurpartinn af því. Bæði fékk hún mikið að erfðum frá^ Portúgalsmönnum og svo hefir hún hrifsað mikið til sín fyrir ódugnað Spánverja. Brasilía hefir þannig náð tökum á þessu mikla samgönguneti Suður-Ameríku. en Amazón-fljótin renna ekki að- eins um Brasilíu, heldur líka utn Bólivíu, Perú, Ekvator og Kolum- biu, og er ein þeirra bezta tlutn- ingabraut. En mannabygð er aðeins

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.