Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Síða 52

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Síða 52
242 Friðarmálin. [Stefnir um Bandaríkjanna gagn út á við. í sömu bókunum, þar sem Frakk- ar úthúða Þjóðverjum fyrir stjórn- arafskifti af verzlunarmálum, krefj- ast þeir þess, að þeirra eigin stjórn hefjist nú handa. Um Englendinga og þeirra áhuga á því að efla við- skifti sín um allan heim þarf ekki að tala. Og þá er það loks Rúss- land. Síðast allra orða bað Lenin flokksmenn sina að minnast þess, að stjórnin yrði að gera alt sem unt væri fyrir viðskiftin út á við. Eru nú þetta friðvænlegar horf- ur? Ef verzlunarkeppnin kom síð- asta ófriði af stað, verður ekki sagt að útlitið sé glæsilegt. Eitt af þvi, sem truflaði friðinn í Evrópu, var hin sífelda óánægja þeirra, sem búa urðu undir stjórn annara en sinna eigin samlanda. Raymond Leslie Buell hefir gizkað á, að þessir svo kölluðu »minni- hlutar« hafi numið um 54 miljón- um manna fyrir ófriðinn. Pólverjar, Finnar, Tjekkar, Serbar, Króatar, Elzass- og Lóthringen-búar, ítalir o. fl. linntu aldrei kveinstöfum, og það er alls ekki gott að segja, hve miklu þessi óánægja hefir getað valdið. En það er víst, að hún er ein af orsökunum til ófriðarins. — Poincaré, sem á vissulega eins mikinn þátt í því, að ófriðurinn var hafinn, eins og nokkur einn maður annar, hafði oft sagt, að hann gæti aldrei lagst rólegur til svefns með- an fjöldi frakkneskra manna væri undir þýzkum yfirráðum. í þessu efni var Austurríska keisaradæmið sekast, enda var það skammbyssu- skot við landamæri þess, sem olli sprengingunni. Er nú þessi ófriðarhætta um garð gengin? í Versalasamningunum var látið heita svo, sem nú ætti öll landamæri að vera eftir þjóðernum. En þetta hefir engan veginn tek- izt til fulls. Buell áætlar, að »minni- hlutarnir« sé nú ekki nema 17 miljónir, í stað 54. En í þessum hóp eru þjóðir, sem ekki þarf að vænta að uni erlendum yfirráðum. Þar eru t. d. 7 600 000 Þjóðverjar, sem nú eru komnir undir yfirráð annara þjóða. Þarf að vænta þess, að 60000000 Þjóðverjar heima láti sér á sama standa um kveinstafi hinna 7 600000? Rússum tókst aldrei að kæfa nið- ur þjóðerni Pólverja. Þjóðverjar gátu aldrei þaggað niður mótmæli Frakka i Elzass-Lothringen eða Dana í Suður-Jótlandi. Austurríkismenn gátu aldrei gert öðrum þjóðum til hæfis. Þarf þá að vænta þess, að Þjóðverjar breytist í Frakka, ítali
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.