Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Qupperneq 55
Stefnir]
Friðarmálin.
245
ekki hamlað hér á móti, enda var
ýmislegt, sem dró þessar tvær
stéttir hvora nær annari en eðli-
legt hefði verið, t. d. sósialisminn,
sem báðir óttuðust. Júnkarinn fékk
því að sitja að völdum sínum í
friði. Og júnkarinn var herskár.
Ef litið er til Frakklands, er það
ekki heldur rétt, sem margir hafa
haldið, að stjórnarbyltingin mikla
hafi gengið milli bols og höfuðs á
stóreigna-aðlinum. Aðlinum var að
visu dreift í svip, en fjöldinn allur
komst aftur að eignum sínum á
Bourbonnatímanum, og margar stór-
ar lendur, sem aðalsmenn voru
flæmdir frá, lentu i höndunum á
nýjum stóreignamönnum í stað þess
að skiftast upp í smá bændabýli.
Árið 1911 var talið, að 55,9 af
frönsku þjóðinni hafi búið í sveit,
og að til væri 134,000 stórir herra-
garðar. Þessir stóreignamenn voru
áhrifamenn í embættum, stjórnmál-
um og hernum, og engan veginn
friðsamari en þýzki júnkarinn.
Hvort sem mönnum þykir það
vel eða illa farið, þá er það víst,
að þessi stétt manna hefir borið
mjög skarðan hlut frá borði eftir
ófriðinn mikla og byltingarnar í
Evrópu, sem fóru í kjölíar hans. í
Rússlandi er þessi stétt undir lok
liðin, og hvort sem bolsjevikka-
stjórnin Iifir skammt eða lengi, þá
eru engar horfur á því, að þessi
stóreignamannastétt verði framar
leidd til síns gamla sætis. Aðals-
stéttin í Austurríki er ekki heldur
nema svipur hjá sjón. Þeir flögra
um eins og fölvar vofur og komast
það næst umheiminum, að gefa út
minningar sínar. í Prússlandi tókst
júnkurunum að halda eignunum,
en staða þeirra er öll önnur en áður.
Herinn er farinn og stjórnmála-
áhrif þeirra eru litil. Það er fjár-
magnið, sem sezt er að völdunum.
Og þó að afturkippur kæmi, væri
þá nokkrar líkur til þess', að hann
yrði til þess að bönkum yrði lokað,
verksmiður lagðar niður eða verzl-
unarhús stöðvuð? Nei, fjármagnið
er sezt þar í tryggt sæti.
En, segja þeir vantrúuðu, höfum
við ekki losnað við júnkarann, að-
alsmanninn og herragarðseigandann
til þess eins, að fá annan enn her-
skárri gest á heitnilið, fjármagnið,
auðvaldið, sem sífelt er á ferð leit-
andi að þeim sem það geti gleypt?
Það er alls ekki hægt að vísa
svona spurning á bug. Fjármagnið
getur beitt sér að ófriðarstarfi, og
reynslan hefir fyrir löngu kveðið
niður spádóm þeirra manna, sem
I
I