Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Page 56

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Page 56
246 Friðarmálin. [Stefnir sögðu, að verzlun og viðskifti hlyti ávalt að efla frið og eindrægni í veröldinni. Kapphlaupið um mark- aðinn hefir komið mörgum ófriðn- um af stað. Fjármagnið hefir gert stórfeldan vígbúnað mögulegan. — Keppnin milli Þjóðverja og Eng- lendinga um viðskiftin var ekki neinn friðarboði. Haft er eftir ein- um þýzkum aðalsmanni: »Tveir af sonum mínum liggja nú á vígvell- inum, þar sem barizt var um það, hvort Englendingar eða Þjóðverjar ætti að selja negrunum í Afríku mittisskýlur«. Og það er dálítið til í þessu. Það mætti gera langa skrá um hlutdeild fjármagnsins í ófriðn- um mikla. En þrátt fyrir alt þetta mun nán- ari skoðun leiða það i Ijós, að fjár- magnið er í eðli sínu andstætt ófriði og er að komast í það horf, að á því má reisa friðarvonir. Fjármálastarfsemin er að breyta um svip. Þessi breyting var byrj- uð löngu fyrir 1914 og stórvið- burðir áranna síðan hafa ýtt undir þetta. Fjármálastarfsemin var í upphafi bundin við lítið svæði og miðaði að því einu að næla til sín aura. Svo færðist sviðið út smám- saman, þar til fjármálamennirnir fóru að mynda samtök, sem spenntu út yfir heil þjóðlönd. Þetta varð til þess, að einstakar lánsstofnanir hættu að geta látið í té nóg fjár- magn. Var þá tekið að draga láns- fé lengra að. Og svo er nú kom- ið, að fjármagnið er að verða minna og minna bundið við ein- stök lönd. Iðnaðarfyrirtækin og framleiðslan eru fremur staðbund- in og í þeirra þágu er oft beitt hörkubrögðum af stjórnum þjóð- anna, en fjármagnið er að fá á sig meiri og meiri alþjóðablæ. Það skeytir ekkert um landamæri eða þjóðerni, heldur rennur það þang- að, sem það er öruggast og ber hæsta vexti. Það er reist á al- þjóðlegum grundvelli, þar sem er guliið. Öflugustu andstæðingar ó- friðarins mikla voru fjármálamenn eins og Ballin í Þýzkalandi, og fall- byssurnar voru varla þagnaðar þeg- ar fjármálamenn Frakka og Þjóð- verja réttu hvorir öðrum höndina yfir Rín. Á þeim sundrungatímum, sem verið hafa upp á síðkastið, er að- eins eitt, sem hefir-tengt alla sam- an og það er fjármagnsþörfin og fjáröflunin. Ríkin hafa hangið uppi á alþjóðafjármálunum. Þjóðverjar hafa getað greftt skaðabæturnar, af því að þeir hafa getað fengið stórlán. Þjóðabandalagið hefir kom- ið fjárreiðum fjölda landa í gott horf, með því að gangast fyrir stórum lántökum handa þeim. ít-

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.