Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Qupperneq 57
Stefnir]
Friðarmálin.
247
alskt fjármagn heldur Albaníu uppi,
en sjálfir bjarga ítalir sér með lán-
tökum í Bandaríkjunum. Póllandi
var bjargað frá gjaldþroti 1927
með aðstoð stórbanka í New York.
í kauphöllinni í New York er m.
a. skrá yfir þessa »viðskiftamenn«:
Austurríki, Belgíu, Tjekkóslóvakíu,
Danmörk, Finnland, Frakkland,
Þýzkaland, Stórabretland, Ung-
verjaland, írland, Ítalíu, Holland,
Noreg, Pólland og Júgóslafíu. Fjár-
magnið spyr ekki um neitt nema
tryggingar. Það styður með glöðu
geði sósíalistana í Vínarborg til
þess að starfrækja þjóðnýtt fyrir-
tæki.
Þetta fjármálanet, sem spennt er
um öll lönd, er afskaplega flókið
og margþætt. Er gaman að taka
eitthvert fjármálablað og líta á ein-
staka þætti í þessum kóngulóar-
vef. Tökum t. d. Vossische Zeitung,
29. ágúst 1928. Innan um óteljandi
önnur mál er þar grein um grammó-
fón-iðnaðinn. Lindström-Columbía-
félagið hefir gengið í samband við
Polyphone-Brunswick félagið. Til
þess að auka þýzk áhrif í Colum-
bía-félaginu hefir það eignast þýzk
félög, ekki stór, en gömul og vel
metin. Þá hefir enskt fjármagn und-
ir forustu Duophone félagsins náð
i félagið Vox-Schallplatten und
Sprechmaschinen í Berlín. Ame-
ríska Victor Talking Machine fé-
lagið hefir gengið í félag við Elec-
trola félagið í Berlín. Þjóðverjar
færa líka út kvíarnar. Þeir hafa
náð meiri hluta fjármagns í Nippo-
phone-félaginu í Japan og hafa
styrkt þar aðstöðu sína með því
að eignast ýms fyrirtæki í þessari
grein í Japan. Með öllu þessu kom-
ast þessi félög, sem spenna yfir
allan heim, hjá því að lamast af
verndartollum og öðru því, sem
stjórnir landanna eru að reyna að
koma upp til þess að stía sér hver
frá öðrum.
Úr því að grammófóna-fyrir-
tækin eru orðin svona víðtæk, má
nærri geta, hvérnig það muni vera
i ýmsum öðrum greinum. Hvað er
nú orðið úr öllum hávaðanum um
það, að kaupa ekkert og nota ekkert,
sem komið sé frá andstæðingunum
í ófriðnum mikla? Hvernig á að
greina þýzkt frá ensku, franskt frá
japönsku? Hvað mundu þessi fyrir-
tæki, sem eiga miljónir í fyrirtækjum
í öllum löndum, segja um það, að
þjóðirnar færi að berjast um sneið
af Butsolandi eða útdauðan eldgíg
í miðju Kyrrahafinu?
Svo er það félagsskapurinn milli
peningastofnananna, sem alltaf er
að verða viðtækari og viðtækari. í