Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Page 66

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Page 66
FRA ALÞINGI 1929. [Niðurlag.] Nokkur mál. Þegar litið er fljótlega yfir störf þingsins 1929 mætti ætla, að frétt- ir frá því gæti ekki enzt nema í eina stutta grein. En hér hefir þó farið svo, að nokkurt rúm hefir þurft til þess að draga fram í dags- ljósið atferli þess, bæði verknaðar- syndir þess og ekki síður van- rækslusyndir. Það er svona stund- um með það, sem er ómerkilegt, að í því getur leynzt ýmislegt, sem lýsir vel mönnum og málefnum, og þingið síðasta er í raun og veru góð mynd af því ófremdarástandi, sem við búum nú undir í stjórn- málunum. Rúmsins vegna verður þó að láta flest ósagt um þau mál- in, sem eftir eru, og ættu þau þó skilið, sum hver, að þeim væri hlífðarlaust lýst. Bankamálin. Hvenær, sem orð er haft á þvi, að síðasta þing hafi verið »miður skilvíst«, þjóta stjórnarinenn upp og nefna bankafrumvörp tvö, sem fyrir þinginu lágu, frv. um Land- búnadarbanka tslands og frv. um Sueitabanka. Bæði þessi frumvörp höfðu lika eitthvað við sig. Land- búnaðarbanka-frumvarpið hafði ál- ténd lengdina og sveitabanka- frumvarpið var gott að uppistöð- unni til, því að hún var atvinnu- rekstrarlánafruinvarp íhaldsmanna frá næsta þingi á undan. Landbúnaðarbankinn (sem neðri- deildar nefndin vildi kalla Bænda- banka, en fékk svo loks nafnið Búnaðarbanki) átti að starfa í 5 deildum. Þessar deildir voru: Sparisjóðs- og rekstrarlánadeild. Hún átti að starfa með sparisjóðs- fé, sem vitanlega varð aðallega að koma frá Landsbankanum, en auk þess átti ríkið að ábyrgjast allt að 3 miljón króna lán handa henni. Aðalverkefni þessarar deildar var, að afla fjár handa sveitabönkun- um, en þeir áttu að veita því út sem rekstrarlánum til bænda. Þetta varþví lang-merkasta deild bankans.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.