Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Side 72

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Side 72
262 Frá Alþingi 1929. [Stafnir Enn eru ýms mál, sem vert væri að nefna, svo sem frumvörp stjórn- arinnar um kosningar í málefn- um sveita og kaupstaða og um löggjafarnefnd. í kosningarlagafrumvarpinu er réttur borgaranna til þess að kjósa sér borgarstjóra tekinn af þeitn og lagður í hendur bæjarstjórn. Hefði þetta þótt afturhaldskennt, ef það hefði komið frá einhverjum öðrum, enda er hér bein skerðing á lýð- ræðinu. Og sagt er að þetta stafi meðfram af því, að sósíalistar vilji koma í borgarstjórastöðu á ísa- firði manni, sem almenningur kær- ir sig ekki um, en bæjarstjórnar- klíkan vill. Hér sést því svart á hvítu, hvað lýðræðið er þeim hjart- fólgið mál, þegar flokkshagsmunir eru öðrum þræði og þar sem þeir hafa náð völdunum. En meðfram munu þeir hafa einhverja von um, að þetta geri glundroða í bæjar- stjórnarkosningum þeim, sem standa fyrir dyrum, einkum í Reykjavík. Þetta er að vísu ekki nema hálm- strá fyrir þá, en það er sagt að drukknandi maður grípi í hvað sem fyrir hendi er. Löggjafarnefndin yar svo lítil- fjörlegt mál, að ekki er eyðandi að því frv. mörgum orðum. En af því að sumt gekk heldur á móti dóms- málaráðherranum í þinglokin (sbr. kvikmyndaleikhúsin o. fl.), þá var það gert fyrir hann að láta dáiitlar tætlur af þessu frumvarpi verða að lögum. En greinum þess var fækk- að um heiming og þær greinarnar felldar úr, sem einhverju máli skiftu, nafni frumvarpsins breytt og loks voru svo þessar leifar gerðar að heimildarlögum fyrir forsætisráð- herra. Hvort þessi ótímaburður hjarnar við eða er þegar dáinn, veit víst enginn nema forsætisráð- herra einn. Hneykslismál. Hér hefir ekkert verið skýrt frá meðferð fjárlaganna á síðasta þingi og verður ekki gert héðan af að sinni. Það skal látið nægja að benda á, að fjárlögin eru rúmri miljón króna hærri en næst á undan, og voru þau fjárlög þó drjúgum hærri en síðustu fjárlög, sem íhaldsflokk- urinn gekk frá. Eru þau nú orðin uppá rétt að segja 12 miljónir. Og þó er sagan alls ekki öll sögð með þessu. Því að hér skiftir miklu máli, hvernig stjórnin fer meö fjárlögin, og auk þess sýnir ekki jafnaðartala fjárlaganna rétta mynd af þeim. Þvi að nú hefir verið tekin upp sú aðferð, að framkvœma stöðuga grimuklœdda hœkkun á útgjöldun- um meö því að fela meira og meira af þeim á 23. grein fjár-

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.