Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Qupperneq 82
272
Frá AJþingi 1929.
[Stefnir
STEINOLÍA,
SMURNINGSOLÍA,
BENZÍN.
Eftirtaldar tegundir af steinolíu ávalt fyrirliggjandi:
Sólarljós, hin þjóðfræga olía til ljósa og eldunar.
Óðinn, hin þjóðfræga mótorolía.
Alfa sólarolía, hráolía.
Danol steinolía, bezta tegund fyrir Fordson tractora.
Hinar beztu tegundir af Cylinderolíu og Lageroliu, bæði fyrir
eimvjelar og mótorvjelar, ávalt nægar birgðir m. lægsta verði.
Landsins stærsta og besta Benzín-verslun. — Pratt Benzín
Verzltm Jes Zímsen.
Símí 1968. Símí Í968.
að það kostaði rúmlega 70 miljónir
króna, að koma rafmagni inn á
hvert heimili á landinu og voru
þar í reiknuð rafmagnsáhöld. Þetta
þótti »þeim flokki, sem ber hag
bænda mest fyrir brjósti« svo gild
ástæða hjá sósíalistanum, að ekki
mátti heyra annað en að málið yrði
að sofna.
Það er nú auðvitað ómótmælan-
legt, að ef snara ætti út 70 mil-
jón krónum í einni svipan, þá væri
það álíka ómögulegt fyrir okkur
eins og að gleypa sólina. En um
þetta er alls ekki að ræða. Og
kemur þar margt til greina.
í fyrsta lagi er það ekkert nema
ágizkun, að þetta kosti 70 miljónir.
Er alls ekki ómögulegt, að komast
megi töluvert ódýrar út af ýmsu,
t. d. miklum parti af leiðslunum.
En þær eru einn allra stærsti lið-
urinn í þessu öllu.
, í öðru lagi er hér alls ekki um
það að ræða, að leggja fram nein-
ar 70 miljónir, heldur er um það
að ræða, að hefjast handa um mál,
sem einhverjum getur dottið í hug
að kosti 70 miljónir króna, þegar
þvi væri lokið. Eins og gengið er
frá þessu í frumvarpinu, má líkja
þvi við vegalögin, símalögin eða
önnur þau lög, sem gera ráð fyrir
miklum framkvæmdum smámsaman
eftir því sem getan leyfir. Engum
hefir enn þá dottið í hug, að am-