Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Page 89
KVIKSETTUR.
Eftir Amold Bennett.
Nú var hringt og aíðan barið
að dyrum svo að undir tók í hús-
inu. Ef dauðinn væri nú að berja
að dyrum? Voðalegri hugsun
skaut upp: Leek skyldi nú vera
hættulega veikur? Priam Farll
•spratt á fætur, beit á jaxlinn og
bjóst til að mæta komumanni.
Ráð við feimni.
Úti fyrir dyrunum stóð hár
maður og grannur, vel klæddur
og með silkihatt á höfði. Hann
var þreytulegur á svip, því að
hann var búinn að vera tuttugu
klukkustundir á ferli fram og
aftur um bæinn til þess að lækna
ímyndaða sjúkdóma og búa raun-
verulega sjúkdóma undir lækning
af náttúrunnar hendi. Hann var
búinn að venja sig á það, að
glotta að tilverunni. Hann sagði
það oft, að hann lifði á ofáti
manna og óhófi, en konan hans
og dætur gerðu sitt til að koma
gróðanum fyrir í nýju óhófi. Það
var eins og þær hefðu enga hug-
mynd um, að hann væri maður
með ódauðlega sál, heldur litu
þær á hann eins og nokkurskonar
sjálfsala. Þær settu mat í munn-
rifuna á honum, studdu svo á
hnapp á vestinu hans og tóku út
bankaseðla. Hann hafði hvorki að-
stoðarmann, vagn né sumarfrí.
Þær máttu ekki sjá af honum til
þess. Hann var góður læknir, sam-
vizkusamur, sí-þreyttur, sköllótt-
ur og fimtugur. Hann var líka,
þó að • undarlegt sé að segja frá
því, feiminn. Auðvitað hafði hann
vanizt því, eins og menn venjast
holum tönnum eða beinum í fiski.
Hann var ekki neitt líkur stúlku
um tvítugt, þó að hann væri
fimtugur, hann Cashmore læknir.
Hann þekkti mannlífið út í æsar,
og datt ekki í hug að fram undan
biði neitt háleitara en snögg ferð
í óleyfi til Brighton.
Priam Farll opnaði hurðina.
sem var milli þessara tveggja