Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Síða 28
122
Feimnismálin.
[Stefnir
þessa stúlku og óskar þess af heil-
um hug, að hún hefði fengið að
deyja í mjallhvítum meydómi. En
höfundurinn virðist ekki unna
henni þess. Blóðið í lækninum er
svo keimlíkt því, sem gerist í ver-
aldarhöfrunum, að hann leggst á
hugi við hálfsystur fyrrum-unn-
ustu sinnar. Hann mætir henni
eitt kvöld í dimmu anddyri, og
grípur þá til hennar svo fast, að
hún kveinkar sér, af sársauka?
Þarna er enginn sófi. En eitt og
sama tóbakið. — Söguhöf. skil-
ur við þessa stúlku í greinaleysi.
Hún er jafnlíkleg til þess að vera
búin undir það, að verða atvinnu-
drós, sem eiginkona, ef til vill
vanfær. Þessi kynóra-atriði í sög-
unni — og sögunum — munu vera
sögð, til þess að sýna „mannlega
náttúru“. En hún er með ýmsu
rnóti, eftir því, hvernig hún er
tamin af skapgerð manna og
kvenna. Steinn Elliði í Vefaran-
um mikla eftir Halldór Laxness,
segir skriftaföður sínum, að hann
hafi 14 ára tælt stúlku frá barn-
dómi, logið að móður sinni í sí-
fellu o. s. frv. Samskonar ávirð-
ingar ber ritstjóri Framtíðarinn-
ar, J. S. Birkiland á Halldór sjálf-
an í blaði sínu, fullum stöfum. Eg
drep á þetta, til þess að benda á
dæmi þess, hvernig nú er farið
með blek og pappír í landi voru.
Steinn Elliði er bersýnilega Hall-
dór sjálfur, svo að höf. sögunnar
virðist hafa lagt vopnið beint upp
í hendur blaðamannsins. — Eg
kem, áður en langt um líður, að
Vefaranum mikla — eða litla —.
En fyrst verð eg að athuga sög-
ur G. G. Hagalíns, Guð og lukk-
an. —
Mér varð það að orði, þegar eg
hafði lesið þetta kver, að ekki
væri í því snefill af fagurfræðileg-
um skáldskap. Eg kalla þann skáld-
skap fagurfræðilegan, sem varpar
ljósi yfir mannlífið eða þætti þess.
En þessar sögur varpa á það
skugga. Þar með er það ekki sagt,
að sögurnar séu klaufalega sagð-
ar. Þau atriðin, sem yfirgnæfa í
þessum sögum, eru kynferðismál-
in í tveim sögunum. Nafnið á
kverinu er í raun og veru guðlast;
því að þetta er orðbragð bónda í
samnefndri sögu, sem ver fram-
hjátekt sína með því, að Guð og
lukkan hafi lagt sér til frilluna,
sem hann ungar út börnunum
með, viðlíka sem konunni.
Eg hefi þekkt all-marga menn
af mismunandi gerð gáfna og
skapsmuna, sem rasað hafa á þess-
ari hálku, og enginn þeirra hefir
reynt til að klína sökinni á aðra
en sjálfa sig, allra síst á forsjón-