Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Page 68
162
Verndarvættirnar við vöggu bamsins.
[Stefnir
í huga sér, fannst þó öllum, þeg-
ar svo stóð á, að meðbræður
þeirra girntust eigi annað né
meira en lítinn skælandi stelpu-
anga að þeir gætu svo hjartan-
lega unnt þeim að fá óskina upp-
fyllta.
Þetta fannst mér líka. Fagnað-
artárum mínum seinkaði að vísu
um tvær vikur — því svo illa stóð
á, að eg var á ferðalagi, þegar
hinn gleðilegi atburður gerðist —,
en til þess að bæta það upp,
klæddist eg hátíðabúningi og
heimsótti vini mína, í því skyni
að tjá þeim innilegustu ham-
ingjuóskir mínar.
En hvað böm eru undarlegir
hlutir — a. m. k. stúlkubörn.
Þegar eg gekk upp tröppurnar,
fór eg ósjálfrátt að brosa, og
þegar eg kom inn í fordyrið,
flaug eg beint í fangið á vini
mínum, húsbóndanum, sem sjálf-
ur kom til dyra. Bráðlega kom
hin fagnandi móðir einnig á vett-
vang, og þótt eg sé rithöfundur
og skáld, og ætti því að geta
komið fyrir mig orði, vafðist
mér tunga um tönn, og það eina,
sem eg gat sagt, var: „Til ham-
ingju“, og aftur, „til hamingju",
og í þriðja sinn: „til hamingju".
Eg blóðroðnaði af þessum vand-
ræðum, en þegar foreldrarnir
þökkuðu mér svo hjartanlega,
hugsaði eg, að ef til vill hefði
þetta verið það, sem bezt var við-
eigandi.
Auðvitað var eg strax leiddur
inn í viðhafnarherbergi ungfrú-
arinnar. Þar lá hún og teygði úr
sér, ljósrauð yfirlitum, í ósköp-
unum öllum af blúndum og
knipplingum, en annars virtist
mér, að hún hefði litla hugmynd
um, hvílíkur dýrgripur hún væri
álitin vera. Svo settumst við með
lotningu við vögguna, og mér
fannst, að í barnaherberginu á
Jokipaltio sæti á þessari stundu
engu óvirðulegri hópur en sá, er
vér sjáum á flestum myndum af
Maríu guðsmóður.
„Hún er yndisleg", sagði egr
sem var sá af hópnum, er hafði
hlutverk vitringanna frá Austur*
löndum.
Foreldrarnir kinkuðu glöð kolli
og litu hvort á annað talandi
augum.
„Þú sérð auðvitað undir eins,
að það er stúlka, en ekki einhver
og einhver stráksnáði?" spurði
hinn glaði faðir.
Eg komst í bobba, því satt að
segja sá eg ekki hið minnsta
merki kvenlegs yndisþokka á
litla rauða andlitinu. Ef að þa^
vildi hlægja, svo að hægt væ*1