Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Blaðsíða 54
148
Kjördæmaskipun og kosningar.
[Stefnir
og dr. G. F., sá fullkomnasti
sjálfráðaréttur einstaklingsins í
þjóðfélagsmálum, sem hægt er
að veita honum, eða öllu heldur,
sem óheimilt er að svifta hann.
En þó kemur þessi réttur því að-
eins að notum, að kjósandinn sé
ekki eftir á sviftur honum af því,
að nógu margir, t. d. 700 menn,
hafa ekki getað orðið honum
sammála. Þar greinir okkur dr.
G. F. á; hann segir, að menn
verði að gjalda einrænis síns,
væntanlega af því, að annað sé
ekki hægt, en eg vil láta sem
allra fæst atkvæði falla ógild
af þeim sökum, og tel því hent-
ara, að gefa mönnum fyrst kost
á því, er þeir álíta bezt, en síð-
an á því næst bezta, ef ekki hafa
nógu margir orðið þeim sammála
um það bezta. En auk þess, að
atkvæðatapið yrði alltaf rang-
látlega mikið, með óbundnum
kosningum um land allt, þá gæti
það orðið svo mikið, að þingræð-
inu stæði bein hætta af á sama
hátt og nú, þ. e. að fulltrúi minna
hluta kjósenda færi með völd í
landinu, og það er einmitt ekk-
ert líklegra, en svo yrði oft og
einatt. Og þar við bætist svo sú
hætta, sem þingræðinu stafar af
hugsanlegu einveldi. Skal eg nú
skýra þetta með dæmum.
Eg ætla að gera ráð fyrir, að
hámarkstala þingmanna kosinna
óbundnum kosningum, yrði á-
kveðin 30, eða einn fyrir hverja
1535 kjósendur, miðað við árið
1927, eins og áður. Helmingur
þess, eða h. u. b. 766 atkv., yrði
■þá það lægsta atkvæðamagn,
sem þingm. eða varaþingmaður
þyrfti að fá, til að komast að,
eftir till. dr. G. F. Hugsum okk-
ur nú, að kjósendur beri yfirleitt
mest traust til flokksforingjanna,
og mikill meiri hluti atkvæða
faJli á þær. Eg tek hér, auðvitað
sem dæmi sléttar tölur, og lset
einn mann fá 10000 atkv., ann-
an 6000 atkv. og þriðja 3000 at-
kv. Afgangs eru þá gildum atkv.
við kosningarnar 1927, 13009 at-
kv., og er mjög líklegt, að þau
atkv. hefði fallið á víð og dreif
milli 20—30 manna svo, að eng-
inn hefði náð 766 atkv. Þrír hefði
þá orðið þingmenn, og einn ráð-
ið öllu, þar sem hann hefði haft
samsvarandi atkvæðamagn á
þingi, því, er að baki honum
stóð. Og þar með væri allt vald
í landinu lagt í hendur eins
manns, er ekki hefði einu sinm
að baki sér þriðjung þeirra kjós-
enda, er neytt höfðu atkvseðis-
réttar síns, en meira en þriðjung'
ur greiddra atkvæða hefði með