Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Side 20

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Side 20
114 Feimnismálin. [Stefnir nauðsyn krefur, eða læknisfræði heimtar. Hver sköpuð skepna kann fótum sínum forráð til við- halds kynkvísl sinni, að tilstuðl- an eðlisávísunar. Skyldi mann- skepnan ein og alein þurfa að ganga í skóla til að læra að lesa sína kapítula í sjálfri náttúru- fræðinni? Eg drap á það, hve norrænan færi fagurfræðilegum höndum um hjónabeðinn og þau efni, sem honum tilheyra. Eg vil nú gaum- gæfa nánar og sýna með tilvitn- unum, hvernig úrvals rithöfund- ar norrænnar tungu fjalla um feimnismálin. Eg ætla að fara boðleið: byrja á þeim gömlu og enda á þeim ungu, sem ekki eru úrvalsrithöfundar. Óhætt mun að fullyrða, að Fornaldarsögur Norðurlanda muni vera komnar framan úr fjarska aldanna, efniviður þeirra. Frásögusnilld þeirra er í aðra röndina barnaleg, en gamalslyng í hina. Imyndunaraflið lætur fjölina fljóta í þeim sögum, og þó á kurteisan hátt, oftast nær. Þegar út af bregður, eru ber- yrðin minnilega frumleg. Eg tek til dæmis úr Fornaldarsögu þetta um skessu, sem fór á höfuðið í glímu eða eltingarleik: „Og sá heiðarlega í gaflhlaðið á henni“. — Þarna er því lýst á óviðjafn- anlegan hátt, að skessan var breið um lendamar, en ekki far- ið lengra út í þá sálma. Sagan af Herrauði og Bósa er að vísu berorð um hvílubrögð, en þar er þannig sagt frá, að Bósi veiddi heimasæturnar, til þess að ná sig- urtakmarki á orrustusviðinu. Sögusögnin hefir hampað Bósa á þann hátt, að enn í dag ber hans nafn hver maður, sem er kven- hollur úr hófi. En að hinu leytinu hefir ritlistin lagt á hilluna þessa sögu me!ð því móti, að eina kvæðið, sem í henni var, Buslu- bæn, er týnd og tröllum gefin. Söguritarinn segir berum orðum, að hún sé eigi hafandi eftir, ó- bænin sú. Söguritarinn hefir miklu meira við Sigurð Fáfnisbana og Bryn- hildi. Vafurlogi leikur um rekkju hennar og salkynni. Hún hefir strengt þess heit, að faðma eng- an mann, nema þann, sem svo væri hugumstór, að ríða þyrði gegnum eldinn. Brynhildur ligg- ur í brynju. Að henni verður eigi stolist. Sigurður ríður eldinn og ristir með sverði brynjuna. Það skiftir engu máli í þessu sei- intýri, hvort Sigurður hefir ver- ið til eða ekki. Guðbrandur Vig- fússon, ramfjölkunnugur spek-

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.