Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Page 42

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Page 42
136 Heinrich Schliemann. [Stefnir Þúsundir ára höfðu runnið í tímans sjá, hver kynslóðin komið eftir aðra, og engin þeirra hafði haft hina minnstu hugmynd um, að Trójuborg hefði verið til öðru- vísi en í kvæðum Hómers. Eftir þúsundir ára hellti sólin aftur g-eislum sínum á múrveggi hinnar glæsilegu Trójuborgar. Við nánari rannsókn kom í ljós, að hér var ekki að ræða um borgar- rústir einnar einstakrar borgar. Það komu hvorki fleiri né færri en sjö Trójuborgir fram við upp- gröftinn, nálega hver upp af ann- arri. Að vísu var mjög miklum erfiðleikum bundið, að greina á milli byggingalaganna, er hrúgast 1. Frumbyggð ................... 2. Forsöguleg borg ............ 3. —5. Þrjú forsöguleg þorp .... 6. Trója Hómers ............... 7. Tvær forngrískar byggðir .... 8. Hið gríska Ilion ........... 9. Akropolis hins rómverska Ilions Sem sjá má af þessu yfirliti, hefir verið byggð á þessum slóð- um nálega 1500 árum fyrir daga Trójuborgar þeirrar, er Hómer kveður um. En engar sögur fara af landnámum þessum. Nokkuð má að vísu ráða af rústum þeim og gripum, er fundizt hafa, um höfðu hvert ofan á annað. Þó sá- ust þess glögg merki, að hver borgin hefði verið byggð ofan á rústum hinnar fyrri, án þess að þær hefðu áður verið jafnaðar við jörðu. Varð því að gæta hinnar mestu varúðar við uppgröftinn, líkt og þegar lík er krufið, svo að engu yrði stofnað í tvísýnu. Hissarlik-hæðin hefir hækkað um 15 metra við borgarrústirnar, er hlaðist hafa hver ofan á aðra smátt og smátt. Mönnum telst svo til, að níu sinnum hafi verið numið land á þessum slóðum. Eft- irfarandi tafla gefur yfirlit yfir landnámin. hér um bil 3000—2500 árum f.Kr. --- 2500—2000 — — --- 2000—1500 — — --- 1500—1000 — — --- 1000— 700 — — --- 700— 0 — — --- 0— 500 — e.Kr- lifnaðarhætti frumbyggjanna. — Schliemann lagði einkum stund á að rannsaka rústir 2. og 7. byggð- ar. Hugði hann í fyrstu rústir 2. byggðar vera rústir Tróju Hóm- ers, en sem síðar kom í ljós, var þar um að ræða borgarrústir, er voru nálega 1000 árum eldri e11

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.