Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Page 76
170
FEIMNISMÁLIN.
[iStefnir
Frh. frá bls. 128.
að högg sjái á vatni, gert það
með samskonar óhlífni við sjálf-
an mig, sem sá maður beitir við
vit sín, sem eys úr for og ekur
skarni á hóla — af því að þetta
þarf einhver að gera.
En á eg eitt spor ógengið á
þessari rekagöngu — til „Skál-
holts“ Guðm. Kambans. Sá höf-
undur er svo listrænn í ljóða-
gerð, skáldsagnasmíð og rit-
gerða, að hörmulegt er til þess
að hugsa, að hann klæmist í frá-
sögninni um Ragnheiði biskups-
dóttur. Hann lætur þessa tignu
konu klxmast við sjálfa sig á und-
an eiðnum. Svo er hún látin brölta
til Daða í annað hús, í rúm til
hans, og þar er viðskiptum þeirra
lýst á svo klúran hátt, að fádæm-
um sætir eða ódæmum í sagna-
gerð sannnefndra skálda allrar
álfu vorrar. — Mikill er sá mann-
gangur, sem orðinn er á moldum
Ragnheiðar Brynjólfsdóttur. Og
ef eg væri í hennar holu, mundi
eg gráta hærra og sárar en nokk-
ur útburður, sem holurð og ótíð
hafa hnjaskað og haft milli sín í
1000 ár.
Kristján Albertson segir í rit-
dómi um „Skálholt", að Ragn-
heiður hafi verið „stór í ást sinni“.
— Var það stórlæti — bar það
háttalag vott um stórlæti, að trítla
í hálfhnepptum náttserk til stráks,
sem var búinn að leggjast með am-
bátt, og bjóða honum allt, sem
ungmær hefir að gefa? Hafi hún
gert þetta, var hún lítil í ást sinni.
Hún tekur þarna niður fyrir sig
en ekki upp fyrir, ef gert er ráð
fyrir að hún hafi stigið þessi
spor. Hafi hún stigið þau, er ó-
rétt að dást að þeim. Eg held,
að höfundunum sjáist yfir metn-
að fornkonunnar, sem mun hafa
verið þvílíkur á dögum Ragnheið-
ar, sem hann var á dögum Ragn-
hildar dóttur Magnúss góða Nor-
egskonungs. Hákon ívarsson bað
hennar, jarlborinn og fríðastur
sýnum, og bezt að íþróttum bú-
inn, allra manna, sem þá voru 1
Noregi. Ragnhildur gaf þau svör,
að hún væri eigi svo manngjörn,
að hún tæki ótignum manni, þ°
fríður væri og vel að íþróttum bU'
inn. Eg held, að viðskipti Daða
og Ragnheiðar hafi gengið öðru-
vísi til en þau eru látin ganga 1
sögu Kambans. Til mun vera þjóð'
saga sunnanlands, sem bendir a’
að Daði hafi haft undir brúnum
augu afbrigðileg, þvílík sem RflS'
pútín hafði, sá, sem beit bakfis^'