Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Page 52
146
[Stefnir
Kjördæmaskipun og kosningar.
ættarhöfðingjans í arf. Varð hið
síðara ofan á í menningarþjóðfé-
lögum miðaldanna. I fyrstu voru
þó konungar og keisarar kosn-
ir, eða hylltir, að vísu æði oft af
ótta, fyrir tilstyrk hervalds sjálfs
þeirra, en þó að nafni til, og þjón-
uðu öll ríki veraldarinnar undir
einhvern konung. En í hinu svart-
asta myrkri miðaldanna, varð
það að trú, að þjóðhöfðinginn
væri til valds síns borinn af
Guðs náð, og ætti land og þegna
eins og bújörð og búpening.
Sjálfráðaréttur einstaklinga í
þjóðfélagsmálum, var þó óþekkt
hugtak. Síðan hafa ýms stór-
menni í stjórnmálum unnið þenn-
an rétt aftur til handa þjóðfé-
lagsþegnunum. Og það er nú í
öllum helztu menningarlöndum
heims viðurkennt, að þegnarnir
eigi hann, en hvergi hefir hann
þó verið unninn þeim til fulls
ennþá.
Til þess að sjálfráðaréttur ein-
stakiingsins í þjóðfélagsmálum
njóti sín sem bezt, þarf hann að
geta haft sem allra beinust áhrif
á stjórnmál landsins. Nú er það
að vísu ómögulegt, að öll þjóðin
komi saman á einn stað, til að
ráða ráðum sínum, og því er það,
að menn hafa fundið upp, að látá
hana kjósa sér hæfilega marga
fulltrúa til að ráða málum henn-
ar til lykta, og kjósa fram-
kvæmdavald þjóðfélagsins. Og
það er í réttinum til að kjósa
þessa fulltrúa, sem sjálfráðarétt-
ur einstaklingsins í þjóðfélags-
málum á að vera fólginn nú á
dögum. Og þennan rétt nefnum
vér almennan kosningarrétt.
Það er því ekki nema eðlilegt,
að þeir, sem taka til meðferðar
kjördæmaskipan landsins, taki
einnig til meðferðar þá kosning-
áraðferð, sem nota skal við full-
trúakosningu þjóðarinnar. Því að
undir þessu tvennu er það al-
gerlega komið, hvort einstakling-
urinn nýtur þessa sjálfráðarétt-
ar, sem honum ber í þjóðfélags-
inálum, eftir náttúrunnar lögmáli
og ríkjandi skoðun í heiminum.
eða hann hefir þennan rétt að-
eins að nafni til, en er í raun og
veru aðeins réttlaus vatnsdropi
í þeim straumi, sem knýr áfram
atkvæðamylnur flokkanna, er á
grundvelli réttleysis háttvirtra
kjósenda, byggja tröppur til vegs
og valda flokksforingjunum og
þeirra taglhnýtingum, mönnum.
sem sjálfir hafa skapað sér f°r'
ustuna, stundum fyrir verðleika>
en oftar með freklegum t°r'
tryggnisárásum á sér betri menn,
því slíkt útsæði gefur jafnan mik