Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Blaðsíða 34
128
Feimnismálin.
[Stefnir
Hvar mundi nú vera Sigurður
skurður, sem nafntogaður varð í
Skúla-málinu fyrir aldamótin? —
Þarna væri atvinnustarf handa
honum.
Þa'5 er utan við tilgang þessar-
ar ritgerðar, að rökræða um
skáldskaparfátækt Vefarans
mikla og ólíkindi þess samsetn-
ings. En það hefði þó verið rétt
og þarft, úr því að þing vort hef-
ir leitt þenna málóða mann að
landsjóðsjötunni og tekið hann
þar á gjöf. En á það vil jeg
drepa, að ólíkindin í þessari bók
— ólíkindi orða, athafna og
mannlýsinga eru svo gegndar-
laus, að engum manni kemur til
hugar að kalla hann skáld, sem
hefir óbrjálað vit á bókmenntum.
Mælikvarðinn, sem er til þess fall-
inn, að lagður sé á sagnagerð, er
þessi, að sagan geti verið sönn. —
Æfintýrasögur undanskildar. —
Til dæmis um ólíkindin 1 Vefar-
anum er þetta: Steinn Elliði dett-
ur niður úr stórhýsi og „fer tólf
sinnum gegnum sjálfan sig í fall-
inu, kemur þó niður á lappirnar.
FlestaJlar persónurnar eru víxl-
aðar í gangi — í líkingum talað —
og mæla í eintala-vaðli sínum
tungumáli manna, sem eru ekki
með öllum mjalla. Þess háttar vað-
alsaska-eintöl voru mýmörg í bók-
um útlendra skálda, sem spunnu
lopann um lauslæti, trúleysi og
geðveiki fyrir og um aldamótin.
Þessi Vefara-stefna er gamalær
og andrömm og nefglitið sem úr
henni rennur, er grængult og gul-
grænt, og ættað eða komið frá
brjóstum, sema bera í sér og bor-
ið hafa andlega tæringu. Enging-
ar og emjanir kynóra-sálna eru
ekki merkilegri fyrir það, að
fresskettir láta líkum látum á sínu
máli, þegar þeir leggjast út á vor-
in í hraun eða skóglendi.
Weininger þýzki er alræmdur
fyrir ummæli sín um konur, og
mun Halldór Laxness hafa dregið
dáminn af honum. Þýzki kvenhat-
arinn segir, að konunni hafi verið
neitað um sálina, þegar hún var
sköpuð. Halldór fæst meira við
yfirborð þeirra:
„. ... Konan er alls staðar eins.
Eg hefi séð kornungar konur, sem
voru svo safamiklar, svo hráar af
ást og frjósemi, að maður varð
löðrandi votur um hendurnar við
að snerta þær“ ....
Allar konur „eins“, „þær dansa
á öðrum fæti“ „með hinn upp í
loftið“.
Eg hefi nú ausið úr nægta-
brunni Vefarans, þ. e. a. s. Hall-
dórs, fáeinum lúkum, án þess þó
Framh. á bls. 170.