Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Side 96

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Side 96
190 Kviksettur. [Stefnir Húsgagnaverzlunin við Dómkirkjuna hefir stærst og bezt úrval af ódýrum og góðum húsgögnum. Vörur sendar um allt land gegn póstkröfu. Greið og ábyggileg viðskipti. þétt, og síðasta talan var 120 krónur. Alice hafði tapað tugum þúsunda á einu vetfangi. „Eg hefi allt af fengið reglulega 3000 krónur á ári“, endurtók hún, eins og það væri innst inni sann- færing hennar, að öðru vísi gæti það ekki verið. Það var eins og hún segði: „Það hafa allt af kom- ið jól, reglulega á hverju ári, 25. desember, og það verður eins nú og áfram“. „En það lítur helzt út fyrir, að þú fáir ekkert þetta árið“, sagði hann. „Henry!“ sagði hún í ásökunar- róm. Ölið hafði brugðist. Allt gat komið fyrir! Var gamla England að fara í hundana? Hvað kom ill stjórn og ógætileg fjármeðferð þessu við! Hér áður stóðust góð brugghús allt þess háttar, án þess að nokkur yrði var við. En nú var allt orðið breytt. Verkamennirnir voru orðnir svona. Nú þurftu þeir að fara að hætta að drekka öl. Hvað voru verkalýðssamtökin og aðrar syndir þeirra gegn þjóðfé- laginu móts við þetta? Alice fór . að hugsa um það, hvað faðir henn- ar hefði sagt og hugsað, ef hann hefði lifað þessi ósköp! Það var sannarlega guðs mildi, að hann fékk að deyja áður en spillingin komst svona langt. Henni fannst gólfið riða. Hún hafði fundið það á sér núna í mörg ár, að England var að missa fótfestu, og nú kom það, svart á hvítu. Hún starði á mann sinn, alveg eins og konur eiga að líta til manna sinna, þegar vandræði steðja að. En hugsanir hans voru enn óljósari í þessu efni, en henn- ar. Hugmyndir hans um peninga og kaupsýslur voru ákaflega ó- ljósar. „Viltu ekki bregða þér í bæinn, og tala við þennan mann, sem skrifar undir bréfið?" sagði hún. „Eg!“ Það var svo mikil ógn og ótti

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.