Sagnir - 01.04.1985, Qupperneq 12

Sagnir - 01.04.1985, Qupperneq 12
VESTURGATA 30 sjöunda tímanum þar sem Guö- mundur átti að vera kominn til vinnu sinnar kl. 7. Aðrir heimilismenn fóru á fætur um líkt leyti, ýmist til að kom- ast í vinnu eða í skóla. Eftir að Sesselja kom heim frá Danmörku setti hún á fót sauma- stofu í bænum. Rak hún hana fyrst ein en seinna í samvinnu við aðra konu. Stofan var nokkuð stór í snið- um og hafði marga nemendur á sín- um snærum. Sesselja fluttist úr for- eldrahúsum eftir heimkomuna frá Danmörku og leigði sér herbergi úti í bæ en var samt meira og minna viðloðandi heimilið. Saumastofuna rak hún allt til ársins 1939 er hún fluttist til Þýskalands ásamt manni sínum, Þjóðverjanum Erich Benske hljóðfæraleikara. Þórdís giftist hins vegar fljótlega eftir Danmerkurdvölina eða árið 1932 Óskari Sigurgeirssyni, seinna skipstjóra hjá Eimskip, og starfaði upp frá því sem húsmóðir í Reykja- vík. Haraldur sótti skóla því nær allan áratuginn, fyrst Gagnfræðaskóla Reykvíkinga frá 1931 og útskrifaðist sem gagnfræðingur 1934. Þá tók Iðnskólinn við á árunum 1935- 1938. Gísli vann hins vegar fyrstu árin eftir barnaskólanámið sem aðstoð- armaður hjá Oddi J. Bjarnasyni skó- smið á Vesturgötu 15, allt fram til 1932. Þá vann hann um tíma hjá heildverslun L. Andersens og síðan eitt ár sem verkamaður og aðstoð- armaður við smíðar í Slippnum eða þar til hann komst á námssamning hjá fyrirtækinu 1934. Haraldur byrj- aði sem nemi hjá Slippnum ári seinna eða 1935 en Iðnskólann stunduðu þeir samhliða vinnunni á kvöldin. Á þessum árum unnu þeir bræður til kl. 5 á daginn og áttu að vera komnir í Iðnskólann kl. 6.30. Kennslan þar stóð til kl. 9.30. Á laugardögum fór kennslan fram frá kl. 1 til 3. Auk þessa var töluverð heimavinna í sambandi við skólann. Þegar frí var frá skólanum unnu þeir 10 tíma á dag. Gísli lauk sínu námi í lok árs 1937 en Haraldur í lok árs 1938. Þess má geta að þegar þeir bræður hófu störf hjá Slippfélaginu höfðu þeir um 30 kr. á viku eða tæp- an þriðjung þess sem fullgildir smið- ir fengu. Kaupið hækkaði hins vegar nokkuð er á námið leið. Starfið í Slippnum tók engum verulegum breytingum frá stofnun félagsins og fram til ársins 1932, en þá var byggður slippur sem gerði kleift að taka upp togara. Eftir það var hægt að gera þar við allan ís- lenska togaraflotann, strandferða- skipin, varðskipin og minnstu milli- landaskipin. Þetta var mjög mikils- vert fyrir fyrirtækið og starfsmenn þess. Vinnan var miklu reglulegri og öryggi verkamanna meira. Kreppuárin voru mjög örðug ungu fólki sem var að leita sér að framtíðarstarfi á vinnumarkaðnum. Iðnaðarmenn voru tregir til að taka nemendur og fyrir bragðið voru sumar iðngreinar því nær lokaðar. Það má því teljast mikið lán að þeir bræður Gísli og Haraldur skyldu hafa komist að hjá Slippnum á þessum erfiðu tímum atvinnuleysis- ins. Þar mun mestu hafa ráðið Guð- mundur, faðir þeirra. Eftir að fjölskyldufólk hélt til vinnu sinnar á morgnana tóku við venju- leg heimilisstörf hjá Margréti. Frá árinu 1927 hafði hún vinnukonu sér til aðstoðar sem ýmist bjó á heimil- inu eða úti í bæ. Helsta starf þeirra var að halda heimilinu hreinu, þvo þvotta og elda mat. Allir heimilismenn komu heim í hádeginu til að matast. Þá varð mat- urinn að vera tilbúinn þar sem flestir höfðu aðeins klukkustund til um- ráða. Margrét sá um alla aðdrætti til heimilisins dag frá degi. Annars við- aði fjölskyldan að sér matföngum fyrir veturinn eins og títt var um fólk á þessum árum. Við húsið var stór matjurtagarður þar sem ræktaöar voru kartöflur, kál, rabarbari, rófur og gulrætur. Margrét ræktaði sitt eigið fræ. Hún hafði mikið yndi af blómum og innan dyra vartöluverð- urfjöldi þeirra. Slátur var tekið á haustin og kjöt saltað niður í tunnur. Þess má geta að Guðmundur átti nokkrar kindur fyrir austan fjall og afurða þeirra naut fjölskyldan á hverju hausti. Um helgar var oft keypt kjöt í Nor- dalsíshúsi. Annars var fiskurinn aðalfæða fjölskyldunnar og oft á borðum á Vesturgötunni. Einnig kom fyrir að Guðmundur keypti fisk af togarasjómönnum sem voru Systurnar Þórdís (tv.) og Sesselja Guðmundsdætur. Báöar giftu þær sig á fjóröa áratugnum og fluttust af Vesturgötunni. 10 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.