Sagnir - 01.04.1985, Page 18
BJARNABORG
um. Á þriöja áratugnum tók fólkinu
að fækka en ekki verulega fyrr en
eftir 1930.10 íbúunum fækkaði þá
um helming miðað við það sem
mest hafði verið. Hreyfingin sem
kom á íbúa Bjarnaborgar á þessum
tíma var af ýmsum sökum. Börnin
giftu sig, framboð á íbúðarhúsnæði
jókst og efnahagur batnaði. Þegar
fólk fór að hafa meira fé á milli hand-
anna ýtti bærinn undir að það fyndi
sér annað húsnæði. Systurnar
ásamt fjölskyldu sinni fluttu út þegar
þau höfðu efni á að borga hærri
leigu.
Þegar sem þrengst var búið í
Bjarnaborg, var mikil húsnæðisekla
í Reykjavík. Gróskutíma húsbygg-
inga á fyrsta áratug 20. aldarinnar
var lokið. Á sama tíma og ekkert var
byggt fjölgaði bæjarbúum um á
fjórða þúsund manns. Afleiðingarn-
ar voru háar húsaleigur og að víða
var búið í lélegu og heilsuspillandi
húsnæði. Árið 1919 hafði Indriði
Einarsson (1851-1939), hagfræð-
ingur og leikskáld, eftir læknum
bæjarins, að um 4000 manns
byggju í raun í óíbúðarhæfum vist-
arverum.11 Magdalena og Margrét
mundu vel eftir húsnæðisvandan-
um á uppvaxtarárum sínum. Það
var hreinlega búið í hverju skúma-
skoti. Við Hverfisgötuna bjó fólk
víða í skúrum og kjöllurum sem oft
voru neðanjarðar að öllu leyti. Vistin
í Bjarnaborg var því mun betri en í
mörgum öðrum húsum í Reykjavík
á þessum tíma. Þótt þröngt væri
búið var hátt til lofts á hæðunum og
risið ágætt.
Amman, mamman, börnin
og búskapurinn
Heimilin í Bjarnaborg voru af ýms-
um stærðum og gerðum og fá sem
gætu flokkast undir vísitölufjöl-
skylduna. Af manntölum má ráða
margt um íbúa hússins. Nokkrar
fjölskyldur voru mjög stórar með
fjölda barna og vandamanna, aðrar
voru minni. Auk þess bjó þarna
námsfólk, gamalmenni og lausa-
fólk, út af fyrir sig eða inni á heimil-
um. Nokkur breyting varð á sam-
setningu íbúanna í heild, eftir að
bærinn tók við húsinu. Konum fjölg-
aði hlutfallslega, og voru margar
þeirra einstæðar mæður. Gífurlegur
barnafjöldi varð annað einkenni. Ár-
ið 1915 voru krakkar undir 14 ára
rúmur þriðjungur íbúanna, en fimm
árum seinna voru þeir orðnir um
helmingur þeirra. Þá voru þeir sam-
tals 75 og settu sterkan svip á lífið í
húsinu; eins og þar væri stöðugt
barnaafmæli.
íbúar Bjarnaborgar unnu flestir
fyrir sér. Fáir voru á styrk eða voru
óvinnufærir. Flestir karlmannanna
voru verkamenn og unnu meðal
annars við gatnagerð, grjóthögg og
ýmsa daglaunavinnu auk þess sem
sumir voru á sjónum. Einnig bjuggu
þarna nokkrir iðnaðarmenn; prent-
ari, snikkari, söðlasmiður, sauma-
kona, steinsmiður og ýmsir fleiri.
Giftu konurnar voru flestar heima-
vinnandi húsmæður, en nokkrar
þeirra skutust í stakkstæðisvinnu á
sumrin.
Fiskvinnan og ýmis þjónusta voru
helstu störf kvennanna. En þarna
bjuggu líka tvær kennslukonur,
spákona og miðill. Á þessum árum
tíðkaðist ekki að giftar konur ynnu
utan heimilisins ef þær komust af án
þess. Ekkjur og einstæðar konur
unnu hinsvegar utan heimilisins og
voru þá stór hluti framfærenda í
Bjarnaborg. í öllum tilvikum hjálp-
uðu börnin til eftir því sem þau gátu.
Heimili systranna Magdalenu og
Margrétar er nokkuð lýsandi um
hvernig fjölskylda í Bjarnaborg fór
að því að láta endana ná saman.
Eflaust er hún líka dæmigerð fyrir
hið daglega brauðstrit einstæðrar
móður á þessum tíma. Guðrún
mamma systranna var aðalfyrir-
vinnan, amman sá um heimilis-
haldið og aðrir fjölskyldumeðlimir
reyndu sem best þeir gátu að draga
björg í bú.
Guðrún vann úti fullan vinnudag.
Hún tók að sér hreingerningar,
þvotta og matargerð víðsvegar um
bæinn, auk saltfiskbreiðslu af og til.
Hálfsmánaðarlega fékk hún vinnu
við að hreinsa dönsku skipin sem
komu hingað til lands. Það var mikil
og erfið vinna, en vel borguð.
Vinnudegi Guðrúnar var ekki lokið
þegar hún kom heim. Hún sá að öllu
leyti um plöggin af heimilisfólkinu,
saumaði, prjónaði, þvoði og bætti.
Barist fyrir tilverunni
Þaö var venja að senda krakkana til aö kaupa mjólk og skyr. Eitt
sinn sem oftarþegar Magdalena varsend upp á Laugaveg íþessum
erindagjörðum, sat fyrir henni liö stráka, á Vitastígnum. Einn þeirra
réöist aö henni svo hún missti mjólkurkönnuna og braut hana.
Margrét, sem var ansi herská, kom aö íþví og varö svo yfir sig vond
aö hún sparkaöi í strákinn, sem tók til fótanna þóttstærri væri. Hún
elti hann heim en þegar hann æddi inn í eldhúsiö datt hann á
þröskuldinn. Hún settist ofan á hann og lamdi hann þangað til hún
haföi svalaö reiöi sinni. Pabbi hans sat viö eldhúsborðið, en
mamma hans var aö hræra í potti á eldavélinni. Kerlingin tók
sleifina upp úr pottinum, veifaöi henni i kring um sig og sagöi:
,,Vaidimar, Valdimar, ætlaröu aö láta stelpuna berja strákinn?", því
hann sat bara og glotti. Þá sagöi hann ósköp rólega: „Ég ætla ekki
aö skipta mér af þessu. Hún má útkljá sitt mál. Hann hefur örugg-
lega unniö fyrir þessu.“ Eftir þetta gengu þær í friöi um Vitastíginn.
(6874. Þjóðháttadeild Þjóöminjasafns)
16 SAGNIR