Sagnir - 01.04.1985, Qupperneq 24

Sagnir - 01.04.1985, Qupperneq 24
FÉLAGSHYGGJA OG FRELSISÁST Jarðvegurinn Deilurnar um samvinnuhreyfinguna í byrjun þriöja áratugarins má rekja til örs vaxtar hennar á öörum ára- tugnum. í ársbyrjun 1917 hóf Sam- band íslenskra samvlnnufélaga heildsöluverslun í stórum stíl og árið 1919 var Samvinnuskólinn stofn- aður. Á sama tíma voru kaupfélögin að breytast úr pöntunarfélögum í sölufélög.1 Þetta kom illa við kaup- menn og ekki bættu úr skák miklir efnahagsörðugleikar á árunum 1920-1924. Samvinnumenn og kaupmenn stóðu einnig á öndverðum meiði í pólitík. Milli Framsóknarflokksinsog samvinnuhreyfingarinnar voru mjög náin tengsl. Hvort tveggja var hluti af hagsmunasamtökum bænda, Framsóknarflokkurinn stjórnmála- armurinn en samvinnufélögin versl- unardeildin. Sömu menn stóðu framarlega á báðum vígstöðvum og sömu blöð, Tíminn í Reykjavík og Dagur á Akureyri, studdu þessa aðila.2 Kaupmenn og aðrir atvinnu- rekendur við sjávarsíðuna studdust hins vegar við Sjálfstæðisflokkinn og áttu sín málgögn, Morgunblaö- id og Vísi í Reykjavík og íslending á Akureyri. Samvinnumenn og kaupmenn stóðu á öndverðum meiði í afstöðu sinni til tveggja stofnana í byrjun þriðja áratugarins, íslandsbanka og Landsverslunar. Margir framsókn- ar- og samvinnumenn töldu að ís- landsbanki mætti missa sig, enda voru aðalviðskipti samvinnufélag- anna við Landsbankann. Aftur á móti vildu þeir halda lífi í Lands- verslun enn um sinn.3 Kaupmönn- um og öðrum atvinnurekendum við sjávarsíðuna var öfugt farið. Þeir vildu Landsverslun feiga.4 íslands- banki var hins vegar sú lánastofnun sem þeir höfðu haft greiðastan að- gang að. Þessi mismunandi afstaða til stjórnmála þessara ára og þeirra stórmála er voru í brennidepli endurspeglast í deilunum um sam- vinnuhreyfinguna. Einnig er rétt að hafa í huga að á þessum tíma var sjávarútvegur í æ ríkari mæli að taka við af landbúnaði sem höfuðatvinnugrein í landinu. Fólk þyrptist á mölina á kostnað sveitanna og þetta skerpti and- stæðurnar enn frekar. Frjálsir menn í frjálsu landi Fyrstu átökin hófust á Akureyri í ársbyrjun 1921. Þann 2. febrúar það ár flutti Björn Líndal, lögmaður á Svalbarði og síðar alþingismaður, erindi í samkomuhúsi bæjarins er hann nefndi ,.Frjálsir menn í frjálsu landi“. Á eftir erindinu voru leyfðar umræður um efnið. í erindinu fjallaði Björn um starfsemi samvinnuhreyf- ingarinnar, einkum Sambandsins, og var stórorður um það og forystu- menn þess. Að hans mati stefndu forystumenn Sambandsins í sam- vinnu við ríkisstjórnina, forkólfa Landsverslunar og verkalýðsfé- laga, að því að ná völdum í landinu og koma á verslunareinokun gegn- um Landsverslunina. Sambandið hefði ríkisstjórnina og Landsverslun í vasanum og foringjar samvinnu- manna væru búnir að gera bændur að viljalausum verkfærum í sínum höndum og samvinnuhreyfinguna að pólitísku verkfæri. Þetta hefðu þeir gert í eiginhagsmunaskyni, til þess að auðga sjálfa sig og tryggja sér völd. Því héldu Sambandið og Landsverslun lífinu hvort í öðru, Björn Líndal lögmaður. Hann hélt þvi fram að forystumenn Sambandsins stefndu aö verslunareinokun. enda einokunarstofnanir, og væru að drepa hugsjónina um frjálsa menn í frjálsu landi. Björn tók fyrir skuldir Sambands- ins og taldi þær svo miklar að þær gætu komið félagsmönnum í sam- vinnufélögum á kaldan klaka, vegna samábyrgðar félaganna á skuldum Sambandsins.5 Samvinnumenn tóku erindi Björns óstinnt upp og töldu það róg og illmæli um Samvinnuhreyfing- una, einkum þó um fjárhag Sam- bandsins og forystumenn þess. Jónas Þorbergsson, ritstjóri Dags, tók sér fyrir hendur að svara erind- inu lið fyrir lið í blaði sínu. Björn og samherjar hans svöruðu fyrir sig í íslendingi. Úr þessu urðu afar harðar deilur og voru stóru orðin lítt spöruð. Meðal annars hótaði Björn Líndal að lögsækja Jónas Þor- bergsson fyrir persónulegan róg. Hins vegar sárnaði Birni að sam- kvæmt gildandi lögum gæti opinber flenging ekki komið hér til greina ,,en hún hefir oft reynst gagnlegust refsing á ótuktarstráka."6 Stjórn Sambandsins lét erindi Björns og blaðaskrifin út af þeim til sín taka. Voru það einkum ummæl- in um fjárhag Sambandsins og for- ystumenn þess sem stjórnin vildi kveða niður. Þann 26. mars gaf bankastjórn Landsbankans, að undirlagi Hallgríms Kristinssonar, framkvæmdastjóra Sambandsins, út yfirlýsingu þess efnis, að ekki væri neitt athugavert við fjárhag Sambandsins og að Landsbankinn bæri fullt traust til félagsins og stjórnenda þess. Sama dag gaf við- skiptanefnd út vottorð en í henni átti Hallgrímur sæti. Samkvæmt því hafði hann ekki hyglað samvinnufé- lögum fram yfir aðra og félögin ekki flutt inn annað en það, er talist gat nauðsynlegur varningur.7 Þessara átaka gætti fyrst og fremst í Akureyrarblöðunum og ekki sjást þeirra nein merki í blöðum í Reykjavík. Stjórn Sambandsins fullyrti hins vegar, að reynt hefði verið að breiða út atvinnuspillandi 22 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.