Sagnir - 01.04.1985, Síða 73
EF UNGIR MENN ...
íþróttir, sem gætu kennt þeim bæði,
,,að bera sig vel og karlmannlega
og að verja hendur sínar ef á
lægi“.11 Þetta er efnislega það
sama og Jón sagði í tímariti sínu 15
árum áður. Aðalatriðið er að kenna
mönnum að bera sig vel og karl-
mannlega jafnvel fremur en að vera
til taks að mæta aðvífandi árásar-
mönnum.
Dýrafjarðarmálið
Á þinginu 1857 kom fram annað
mál, sem ekki var síður athyglisvert
en útboðsmálið. Þannig var að á Al-
þingi tveimur árum áður hafði komið
fram beiðni frá frönsku stjórninni um
að franskir útgerðarmenn fengju
aðstöðu til að reisa fiskverkunar-
stöð hér á landi og bætta aðstöðu til
útgerðar. Talað var um Dýrafjörð
sem ágætan stað fyrir þessa bæki-
stöð.
Stefna Frakka var um þessar
mundir að taka fyrir fiskinnflutning
annarra þjóða en styðja við bakið á
eigin fiskimönnum til sóknar á fram-
andi mið og hefði sú aðstaða, sem
þeir sóttust eftir að fá á Dýrafirði,
aukið að mun hagræði á fiskveiðum
þeirra við íslandsstrendur. En það
varekki allt. Napóleon III, keisariyfir
Frakklandi, ól með sér háar hug-
myndir um franska stórveldið og
hugði á frekari umsvif eftir sigur
þess og Breta á Rússum í Krím-
stríðinu 1856. Keisarinn sendi mik-
inn leiðangur til Norður-Atlants-
hafsins að kanna möguleika á frek-
ari útþenslu í norðri og komu leið-
angursmenn á land í Reykjavík og á
Vestfjörðum. Bretum leist rétt mátu-
lega á þessar tiltektir bandamanna
sinna og sendu lávarð til íslands að
fylgjast með þróun mála.12
Danska blaðið Fædrelandet,
helsta málpípa stjórnarinnar í þann
tíð, tók jákvæða afstöðu til beiðni
Frakka (16. sept. 1856):
Leyfum þeim að reisa þar við-
skiptastöðvar, sem þeir vilja, ef
þaer hafa ekkert hernaðargildi.
Leyfum þeim að fiska og versla
að vild, ef þeir lúta dönskum lög-
um og löggæslu.13
Þjóöólfur, sem Jón Guðmundsson
ritstýrði, taldi varasamt að veita
Frökkum takmarkalausan afnota-
rétt af íslensku landi, því að franska
fiskihöfnin hér gæti orðið að her-
bækistöð án þess að rönd yrði við
reist.14
Hugsunin um að fiskverkunar-
stöðin breyttist í herbækistöð hlýtur
að hafa verið mönnum kunn á Al-
þingi árið 1855 en þeir vissu ekki
alveg hvernig þeir áttu að taka á
þessari beiðni. Þeir afgreiddu hana
með því að vísa henni til stjórn-
arinnar í Kaupmannahöfn,15 en
Frakkar höfðu einmitt gengið fram-
hjá henni með því að senda beiðnina
beint til Alþingis íslendinga. Og ekki
vissi danska stjórnin hvernig fara
bæri með málið eða þá að hún vildi
ekki styggja frönsku stjórnina, því
hún sendi beiðnina aftur til íslend-
inga og var hún því aftur tekin fyrir á
þingi árið 1857.
Alþingi bárust nokkrar bænar-
skrár þar sem fiskverkunarstöðin
var afþökkuð. Báðust menn undan
því ,,að frakknesk nýlenda verði
stofnuð við Dýrafjörð'1.16 Sendar
voru ma. þrjár samhljóða bænar-
skrár á þingið, sem gerðar höfðu
verið á „frjálsum fundi“ í Suður-
Múlasýslu og mæltu gegn stöðinni.
Ein af ástæðunum, sem tilteknar
voru fyrir þeirri bón var að ,,þjóðerni
voru Íslendínga geti með því verið
hætta búin“.17 Það er nú kannski
ekki nema von að Sunnmýlingar
hafi haft áhyggjur af óbrotnu ís-
lensku þjóðerni í þessu sambandi
því svo virðist, eftir því sem Guð-
mundur Brandsson, hreppstjóri, frá
Landakoti, þingmaður fyrir Gull-
bringu- og Kjósarsýslu segir, að um
10.000 Frakkar yrðu settir á land.
Óttast Guðmundur þessi það helst
að þegar fram í sækti yrðu íslend-
ingar „lítið annað en púlsmenn
Frakka".18
Jón Sigurðsson talar ekki um
Dýrafjarðarmálið á þinginu og verð-
ur það að teljast undarlegt því hann
er þingmaður ísfirðinga og ætti því
málið að hafa staðið honum nær en
mörgum öðrum. En hann varforseti
þingsins og sem slíkur talaði hann
örsjaldan nema sem stjórnandi. í
þessu sambandi er rétt að benda á
villu Björns Þorsteinssonar sagn-
fræðings í Tiu þorskastríöum þar
sem hann eignar Jóni forseta ræðu
alnafna hans, Jóns Sigurðssonar
hreppstjóra frá Tandraseli, sem var
þingmaður fyrir Mýrarsýslu og tjáði
sig um Dýrafjarðarmálið.19
Það er ekki fyrr en flett er í bréfum
þeim, sem Jón forseti átti eftir að
skrifa nokkrum árum seinna, að af-
staða hans kemur í Ijós. í bréfi til
Eiríks meistara Magnússonar frá
18. nóv. 1866, talar Jón um að ís-
lendingar séu lítið fyrir að fá Frökk-
um fastar stöðvar hér á landi en
Eiríkur hafði skrifað Jóni mánuði
áður og farið orðum um að Frakkar
seildust eftir yfirráðum.20 Jón skrif-
ar:
Það er enginn efi á, að Napóleon
mundi geta þegið okkur, þó land-
ið sé nokkuð hart undir tönn. Ef
svo langt kæmi, þá þyrfti að vera
kjarkur í mönnum, og eg trúi ekki
öðru en að Englendingaryrði ekki
mikið áfram um, að Frakkar kom-
ist þangað norður á fastar stöðv-
ar, enda held eg, að landar vorir
sjálfir væri lítið fyrir það.21
Jóni er ekki vel við Frakka vegna
þess hversu aðgangsharðir þeir eru
á miðunum við ísland. Hann kvartar
undan ágengni þeirra ma. í Oslóar-
blaðinu Christiania Intelligens-
sedler og er óánægður með að
Frakkar komi hér í stórum hópum
að veiða og hafi herskip til varnar
sínum fiskiskipum.22 Aftur hafa ís-
lendingarnir enga vernd og ekkert
bolmagn til að stugga þeim í burtu.
Jón segir að Danir telji það of dýrt að
veita íslendingum þá vernd sem
þeir þurfi.23 í átta ár hafi íslendingar
beðið um að eitt eða fleiri herskip
yrðu send hingað á hverju sumri24
en allt kom fyrir ekki. í maí árið 1863
sendi hann Jóni Guðmundi Ólafs-
SAGNIR 71