Sagnir - 01.04.1985, Síða 84
Menntun-
forsenda
Agnes Siggeröur Arnórsdóttir
framfara
og frelsis
„Allir skólar eru pólitískir í raun og veru og skólamenn pólitískar persónur...“
Upphafsorö þessarar greinar ritaöi
Jón Sigurösson fyrir nærri einni og
hálfri öld.1 í mínum eyrum hljóma
þau kunnuglega. Þau gætu eins
veriö sögö af uppeldisfræðingi nú-
tímans, sem væri aö lýsa hlutverki
skóla í samfélagi. Jón Sigurösson
skildi hver máttur menntunar var -
þess vegna hvatti hann landann til
aö stofna skóla.
Jón Sigurðsson varö ekki fyrstur
íslendinga til að vekja eftirtekt á
mikilvægi menntunar. Skömmu áö-
ur en hann hóf herferð sína höfðu
td. Baldvin Einarsson og Tómas
Sæmundsson ritað um skólamál. Á
fyrri hluta 19. aldar bárust hvatning-
arorö íslenskra Hafnarstúdenta yfir
hafið, heim til íslands. Þeir vildu aö
íslendingar læröu þjóöleg fræöi og
hagnýtar námsgreinar.2 Hugmyndir
Jóns voru sprottnar úr þessu um-
hverfi.
Á fyrri hluta 19. aldar voru tveir
skólar á íslandi - barnaskóli
í Reykjavík (1830-1848), og Læröi
skólinn á Bessastööum. Hlutverk
Læröa skólans var að útskrifa
prestsefni og kenna piltum til stúd-
entsprófs. Áriö 1841 kom úrskurður
frá konungi um aö flytja Læröa skól-
ann til Reykjavíkur og stofna þar
jafnframt prestaskóla. Hann var
síöan stofnaður árið 1847.3 Eftir
sem áöur áttu fæstir íslendingar
þess kost að njóta skólamenntunar.
Barnafræðsla fór aö mestu fram í
heimahúsum undir eftirliti sóknar-
presta. Meö fermingunni var henni
lokið hjá flestum og ungmennin
komust í fullorðinna manna tölu.
Jón Sigurðsson taldi þessa mennt-
un ekki nægja og spyrja má hvers-
vegna. Á fimmta áratug 19. aldar
hóf hann að fræöa íslendinga um
mikilvægi menntunar. Hérerætlun-
in að fara í saumana á skóla- og
menntahugmyndum hans.
Hlutverk menntunar
... skólinn á að tendra hiö and-
liga Ijós, og hið andliga afl, og
veita alla þá þekkíngu sem
gjöra má menn hæfiliga til fram-
kvæmdar öllu góöu, sem auöiö
má veröa .. 4
Áriö 1842 skrifaði Jón Sigurösson
þetta í Ný félagsrit. Þá taldi hann
mestu skipta fyrir íslendinga aö út-
kljá fljótt og vel alþingismálið, versl-
unarmáliö og skólamálið. Til aö
sigla ekki tveimur hinum fyrri í
strand gat menntunin áorkaö miklu
aö hans áliti; aukinni þekkingu væri
hægt aö beita til framkvæmda.
Jón leit á ,,menntasögu“ þjóöar
sinnar í anda þjóöernis- og frjáls-
hyggjuhugmynda 19. aldar. íslend-
ingar samtíma hans áttu aö sækja
fyrirmyndir til þjóöveldistímans. Þá
heföi menntun landsmanna veriö
samgróin þjóðlífinu. Frá öndveröri
82 SAGNIR