Sagnir - 01.06.1994, Page 21

Sagnir - 01.06.1994, Page 21
Þegar gerð er tilraun til að skil- greina rómantísku stefnuna er sýnt að torvelt verður að setja fram algilda kenningu. Enda er að mínu viti ekki hægt að skilgreina rómantísku stefnuna svo fullnægjandi sé. En ein- kennum hennar er hægt að lýsa á grein- argóðan hátt, hversu þversagnarkennt það kann að hljóma, að ekki sé hægt að skilgreina augljós einkenni. I þessu liggur þó eðli rómantísku stefnunnar. Engum hefur hingað til tekist að skilgreina liti með orðunum einum, en þó viðurkenna allir tilveru þeirra og flestir geta lýst þeim; grænt sé litur laufblaðanna, brúnn sé litur moldarinnar, snjórinn sé hvítur o.s.frv. Þannig er því varið með róman- tíkina. Hún skartar ákveðnum litbrigð- um sem hægt er að lýsa, en erfitt að henda reiður á. Rómantíska stefnan var ekki „stefna“ í eiginlegri merkingu þess orðs, þ.e. hún stefndi ekki að neinu takmarki eftir af- markaðri leið. Astæðan er sú að róman- tíkin byggði fýrst og fremst á þeim „hug- hrifum“ sem áhangendur hennar tileink- uðu sér.1 Jafnframt gerir þetta fræði- mönnum erfitt um vik að skilgreina þessa hreyfingu. Hughrifin runnu saman við áhugamál hvers einstaklings og gerðu það að verkum að hver og einn virtist nánast fylgja eigin stefnu. Aherslan í einu landi var þannig breytileg frá áherslum annarra þjóða, að svo virtist sem um ger- olíkar stefnur væri að ræða. Um það hef- ur enda verið deilt hvort rómantíska stefnan eigi að teljast í eintölu eða fleir- tölu.2 Það sem hins vegar skiptir rnestu er að allar þessar hugmyndir komu frá sömu uppsprettunni, sem beindi hugsuninni í akveðinn farveg og áherslan var því ætíð á svipuðum nótum. I Frönsku byltingunni 1789 komu upp a yfirborðið nýjar hugmyndir um frelsi °g sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga, en aherslan á frelsið var rík í rómantísku stefnunni. Fögnuður ríkti því almennt tneðal rómantískra manna er fréttist af byltingunni, en skjótt skipuðust veður í lofti. Þegar byltingin tók að „éta börnin stn ‘ þótti mörgum sýnt að ógerlegt yrði að búa til nýtt þjóðfélag eftir uppskrift skynseininnar og sneru blaðinu við. Sá er fyrstur varð til að gagnrýna byltinguna var Edmund Burke. 1 riti sínu Rejlection °n tlic Rcvolution in France , sem kom út anð 1790, benti hann á að byltingin gæti Eftir að sýnt var að byltingin franska „át börnin sín “ var hún fordæmd af rómantískum mömnim. A þessari mynd eftir Goya sést Satúrnus éta eitt barna sinna. Óttinn í augunum sýnir einmitt hvers- vegna hann drýgir þctta voðaverk; óttinn við að missa völdin sjálfur. aldrei gengið upp vegna þess að leiðtogar hennar ætluðu sér að afmá gamla sjórn- skipulagið og korna á nýju á einni nóttu.3 Gagnrýnin ber með sér eitt höfuðein- kenni rómantísku stefnunnar; að þjóðfé- lagið sé arfleifð eldri kynslóða, og hafi samkvæmt því þróast og rnótast í gegn- um aldirnar. Nútíminn byggi á rótum hins hðna og ekki sé hægt að breyta því með einhvers konar skynsemislausnum. Því beri að leggja áherslu á eldri tíð, enda sé þar að finna skilninginn á manninum og umhverfi hans. Rómantíkin krafðist frelsis en byltingar voru fordæmdar. Frönsku byltingarleiðtogarnir veifuðu óspart lausnum er byggðu á skynsemis- og vísindaviðhorfi upplýsingarmanna. lkómantiska stefnan snerist því ekki ein- göngu gegn byltingunni, heldur var hún í raun andsvar gegn ríkjandi viðhorfum og gildum sem byggðu á rökhyggju og skynsemistrú. Augljóst virtist að skyn- SAGNIR 19

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.