Sagnir - 01.06.1994, Síða 21

Sagnir - 01.06.1994, Síða 21
Þegar gerð er tilraun til að skil- greina rómantísku stefnuna er sýnt að torvelt verður að setja fram algilda kenningu. Enda er að mínu viti ekki hægt að skilgreina rómantísku stefnuna svo fullnægjandi sé. En ein- kennum hennar er hægt að lýsa á grein- argóðan hátt, hversu þversagnarkennt það kann að hljóma, að ekki sé hægt að skilgreina augljós einkenni. I þessu liggur þó eðli rómantísku stefnunnar. Engum hefur hingað til tekist að skilgreina liti með orðunum einum, en þó viðurkenna allir tilveru þeirra og flestir geta lýst þeim; grænt sé litur laufblaðanna, brúnn sé litur moldarinnar, snjórinn sé hvítur o.s.frv. Þannig er því varið með róman- tíkina. Hún skartar ákveðnum litbrigð- um sem hægt er að lýsa, en erfitt að henda reiður á. Rómantíska stefnan var ekki „stefna“ í eiginlegri merkingu þess orðs, þ.e. hún stefndi ekki að neinu takmarki eftir af- markaðri leið. Astæðan er sú að róman- tíkin byggði fýrst og fremst á þeim „hug- hrifum“ sem áhangendur hennar tileink- uðu sér.1 Jafnframt gerir þetta fræði- mönnum erfitt um vik að skilgreina þessa hreyfingu. Hughrifin runnu saman við áhugamál hvers einstaklings og gerðu það að verkum að hver og einn virtist nánast fylgja eigin stefnu. Aherslan í einu landi var þannig breytileg frá áherslum annarra þjóða, að svo virtist sem um ger- olíkar stefnur væri að ræða. Um það hef- ur enda verið deilt hvort rómantíska stefnan eigi að teljast í eintölu eða fleir- tölu.2 Það sem hins vegar skiptir rnestu er að allar þessar hugmyndir komu frá sömu uppsprettunni, sem beindi hugsuninni í akveðinn farveg og áherslan var því ætíð á svipuðum nótum. I Frönsku byltingunni 1789 komu upp a yfirborðið nýjar hugmyndir um frelsi °g sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga, en aherslan á frelsið var rík í rómantísku stefnunni. Fögnuður ríkti því almennt tneðal rómantískra manna er fréttist af byltingunni, en skjótt skipuðust veður í lofti. Þegar byltingin tók að „éta börnin stn ‘ þótti mörgum sýnt að ógerlegt yrði að búa til nýtt þjóðfélag eftir uppskrift skynseininnar og sneru blaðinu við. Sá er fyrstur varð til að gagnrýna byltinguna var Edmund Burke. 1 riti sínu Rejlection °n tlic Rcvolution in France , sem kom út anð 1790, benti hann á að byltingin gæti Eftir að sýnt var að byltingin franska „át börnin sín “ var hún fordæmd af rómantískum mömnim. A þessari mynd eftir Goya sést Satúrnus éta eitt barna sinna. Óttinn í augunum sýnir einmitt hvers- vegna hann drýgir þctta voðaverk; óttinn við að missa völdin sjálfur. aldrei gengið upp vegna þess að leiðtogar hennar ætluðu sér að afmá gamla sjórn- skipulagið og korna á nýju á einni nóttu.3 Gagnrýnin ber með sér eitt höfuðein- kenni rómantísku stefnunnar; að þjóðfé- lagið sé arfleifð eldri kynslóða, og hafi samkvæmt því þróast og rnótast í gegn- um aldirnar. Nútíminn byggi á rótum hins hðna og ekki sé hægt að breyta því með einhvers konar skynsemislausnum. Því beri að leggja áherslu á eldri tíð, enda sé þar að finna skilninginn á manninum og umhverfi hans. Rómantíkin krafðist frelsis en byltingar voru fordæmdar. Frönsku byltingarleiðtogarnir veifuðu óspart lausnum er byggðu á skynsemis- og vísindaviðhorfi upplýsingarmanna. lkómantiska stefnan snerist því ekki ein- göngu gegn byltingunni, heldur var hún í raun andsvar gegn ríkjandi viðhorfum og gildum sem byggðu á rökhyggju og skynsemistrú. Augljóst virtist að skyn- SAGNIR 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.