Sagnir - 01.06.1994, Blaðsíða 23
Jóti Jóiisson Aðils.
ekki mikla rækt við námsbækurnar og
vildi frekar grúska í hinu og þessu sem
honum fannst áhugavert. Hann þótti
skemmtilegur viðræðu og söngmaður
mikill og var því tíður gestur í sam-
kvæmum sem ennfremur dró hann frá
náminu.
Arið 1889 hélt Jón til háskólanáms í
Kaupntannahöfn. Ætlaði hann að nema
læknisfræði, en hvarf frá því eftir tvo vet-
ur og hóf að leggja stund á sagnfræði.
Líkt og í stúdentsnáminu lagði hann litla
aherslu á námið sjálft, enda fór svo að
hann lauk aldrei embættisprófi. Hins
vegar sat hann öllum stundum á bóka-
°g skjalasöfnum þar sem hann rannsakaði
sögu Norðurlanda og þá einkum Islands.
I ríkisskjalasafni Dana kynntist Jón
dönskum sagnfræðingi að nafni A. D.
Jorgensen, sem þá var forstöðumaður
safnsins. Hann hafði veitt Jóni athygli og
tókst með þeim góður kunningsskapur.
Jörgensen var einn mest metni sagnfræð-
'ngur Dana á þessum tíma, og varð Jón
afar hrifinn af ritum hans, sögumeðferð
°g framsetningu og tók hann sér til fýrir-
myndar." Því er ekki úr vegi að varpa
nánara ljósi á Jörgensen og söguritun
hans.
Þekktasta verk Jorgensens er án efa
Fyrretyve Fortœllinger af Fœdrclandets Flist-
orie, sem naut mikilla vinsælda og seldist í
tugþúsundum eintaka. Það fjallar að
mestu um sögu Suður-Jótlands og var
hugsað sem innlegg í baráttuna um Slés-
vík, en Jorgensen var fæddur þar og rakti
þangað ættir langt aftur í aldir. Bókin er
öll hin læsilegasta, Jorgensen dregur upp
hveija svipmyndina á fætur annarri sem
þó eru samhangandi og sýna söguþróun-
ina allt frá 700 e. Kr. fram til annars suð-
uijóska stríðsins 1864 sem Danir töpuðu.
Þjóðernishyggjan er rauði þráðurinn í
söguskoðun Jorgensens og bókinni án
efa ætlað að stappa stáli í danska ættjarð-
arvini. Auk ritstarfa hélt Jorgensen fjölda
fyrirlestra, m.a. í lýðháskólum og meðal
stúdenta. A fýrirlestrum sínum talaði
hann óvenju lágt, en á bak við stílhrein
orðin bjó mikill kraftur.12
Alþýðuskólar Dana, lýðháskólarnir,
höfðu einnig áhrif á Jón á námsárum
hans í Danmörku og stefna sú er kennd
var við Grundtvig. Þegar heim kom bar
Jón lofsorð á skólana og kennsluaðferðir
þeirra. Danskir lýðháskólamenn byggðu
ntikið á líflegum fýrirlestrum. I erindum
þeirra og ritsmíðum var gjarnan lögð rík
áhersla á mælsku og myndgnótt.13 I riti
sínu Islenskt þjóðemi telur Jón lýðháskóla-
hreyfinguna vera einhverja hina „stærstu
og þýðingannestu hreyfmgu í lífi Norð-
urlandabúa á síðari tímum“ og henni
mætti þakka að bændastéttin í Dan-
mörku væri „að mörgu leyti búin að fá á
sig nýtt menningarsnið".14
Arið 1897 var Jóni veittur þingstyrkur
til sagnaritunar og naut hann styrksins í
tvö ár. Hélt hann þá heim til Islands og
sinnti ýmsum störfum. A þingi 1901 fékk
hann síðan aftur styrk, en sá böggull
fýlgdi skammrifi að honum bæri að flytja
fýrirlestra um söguleg efni fýrir alntenn-
ing í Reykjavík. Það gerði Jón með
myndarbrag. Nutu fýrirlestrar hans mik-
illa vinsælda og var ráðist í að gefa þá út á
prenti. Þannig urðu til bækurnar Islenskt
þjóðerni; Cullöld Islendinga og Dagrenning
sem byggðar eru á alþýðufýrirlestrum
Jóns. Fyrirlestrarnir voru haldnir og ritin
gefin út þegar sjálfstæðisbaráttan var í al-
gleymingi milli heimastjómar og full-
veldis. Ritin eru nokkuð ólík að upp-
byggingu. Islenskt þjóðerni er mikið
hvatningarrit á meðan Gullöld Islcndinga
er meira í ætt við sagnfræðirit. Dagrenn-
ing er síðan nokkurs konar lofræða um
þá einstaklinga átjándu og nítjándu aldar
sem Jón taldi eiga heiður skilinn fýrir
framlag þeirra til sjálfstæðis- og framfara-
baráttu Islendinga.
Rómantísk þjóðernishyggja í
erindum Jóns Aðils
Þjóðernishyggja var mikilvægur þáttur
í rómantískum viðhorfum. A Islandi var
þjóðernishyggjan oft samtvinnuð róman-
tík og þá einkum í alþýðufýrirlestrum
Jóns Aðils. Raunar má draga þá ályktun
af skrifum Jóns, að rómantíska stefnan
hafi vakið upp þjóðernishyggjuna og það
sé hennar helsta afrek:
Með 19. öldinni hófst ný stefna í bók-
mentum og listum Norðurálfuþjóð-
anna, hin svo nefnda „rómantíska“
stefna, sem í afleiðingum sínum var
þýðingarmeiri í lífi þjóðanna en nokk-
ur önnur stefna fýr eða síðar. Þessi
rómantíska stefna var í flestum grein-
SAGNIR 21