Sagnir - 01.06.1994, Síða 29

Sagnir - 01.06.1994, Síða 29
Mörður Wtlgarðsson og Eyjólfur Bölverksson deila á Alþingi 1012. ' 1 innar, — og meir en það: hún er sjálfur lífskraftur þjódarinnarf' Það sem einkennir skrif Jóns eru þau sérstöku hughrif sem hann reynir að framkalla hjá áheyrendum sinum. Þegar ofan á bætist að hann var afbragðs ræðu- maður, þá er ekki að undra þótt fyrir- lestrarnir hafi notið vinsælda. Jón reyndi frekar að höfða til ættjarðarástar á grund- velli tilfinninga ffekar en að leggja fram skynsamleg rök og hélt því fram að ætt- jarðarástin hafi verið fornmönnum hlíf og skjöldur til verndar sjálfstæði þeirra: „Hún brann stöðugt eins og helgur fórn- areldur í hjörtum landsins bestu sona og var þeirra tryggasta vörn gegn öllu því, sem á nokkurn hátt gat miðað til að hnekkja þjóðarsjálfstæðinu.“37 Einmitt þetta er mest áberandi í rómantísku stefnunni; ákveðin geðshræring byggð á heitum tilfinningum sem átti að vekja upp kraft tilfinninganna frentur en höfða til skynsemi manna. Miðaldadýrkun 1 rómantískri sagnaritun er miðöldum jafnan gert hátt undir höfði. Eins og fram hefur komið þóttust margir rómantískir hugsuðir geta rakið upphaf þjóðarein- kenna til miðalda, og víst er að Jón Aðils gerir svo í ritum sínum. Greining hans á einkennum þjóðarinnar, sem hann rekur til blöndunar ólíkra kynstofna, má rekja til rómantískra viðhorfa. Einnig verður að meta þátt tilfmninga i aðdáun á mið- öldum. Tímabilið sem skynsemistrúar- menn gagnrýndu fýrir skort á röklegri hugsun varð í hugum rómantískra manna blómaskeið tilfinninga, þegar menn létu geðshræringar og innsæi ráða gerðum sinum. Kappar miðalda hafi kennt í sér frumkraftinn, látið sterkasta afl mannkyns fleyta sér yfir allar hættur og hindranir og skapað þvi sem næst fullkomið þjóðfélag. Þessara viðhorfa kennir í ríkum mæli í alþýðufyrirlestrum Jóns Aðils. Blómaskeið íslensku þjóðarinnar að mati Jóns er tímabilið frá lokum land- náms um 930 fram til þeirrar stundar er Islendingar gengu Noregskonungi á hönd 1262. Þetta tímabil nefnir hann „sjálfstjórnar- eða þroskatímabilið. A þeint öldunt stendur hagur þjóðarinnar með mestum blóma. Hvar sem litið er, blasir við augum þjóðlíf, svo ríkt og fag- urt og glæsilegt, að hvergi hefur átt sinn líka á fýrri öldum, nema hjá Fom- Grikkjum. . ,“38 Fyrirlestrar Jóns, sem hann gefur út í rit- inu Gullöld Islendinga, eru helgaðir þessu tímabili í sögu Islands. I bókinni fjallar hann um flesta þætti mannlífsins á um- ræddu tímabili og er aðdáun hans auðsæ. Eftir lesturinn er einungis hægt að draga þá ályktun að þjóðlíf „gullaldar" hafi verið næsta fullkomið, þótt margir erfið- leikar hafi herjað á fornmenn. Lífshættir víkinganna vekja mikla aðdáun Jóns: „Víkingalífið er gullöld Norður- landa, á líkan hátt eins og söguöldin er gullöld vor Islendingai"39 Þessar hetjur hafsins, landnámsmenn Islands, voru ekki illa þokkaðir sjóræningjar og manndráps- rnenn heldur hugprúðir atorkumenn: Aðaleinkenni víkingaaldarinnar er hið ólgandi æskufjör, hin eirðarlausa frain- kvæmdar- og frægðarþrá, sem eigi sleppir tökunum fýr en á sjálfri dauða- stundinni. . .Víkingarnir leggja þar að landi sem bezt lætur og helzt er fangs von; þeir ræna og drepa, brenna og bræla, og þar sem nokkurt viðnám er veítt, brytja þeir niður mannfólkið en hneppa konur og börn í þrældóm, því engin mótspyrna fær staðist hreysti þeirra og hugprýði.411 Þegar víkingarnir höfðu, vegna frelsis- SAGNIR 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.