Sagnir - 01.06.1994, Qupperneq 29
Mörður Wtlgarðsson og Eyjólfur Bölverksson deila á Alþingi 1012.
' 1
innar, — og meir en það: hún er sjálfur
lífskraftur þjódarinnarf'
Það sem einkennir skrif Jóns eru þau
sérstöku hughrif sem hann reynir að
framkalla hjá áheyrendum sinum. Þegar
ofan á bætist að hann var afbragðs ræðu-
maður, þá er ekki að undra þótt fyrir-
lestrarnir hafi notið vinsælda. Jón reyndi
frekar að höfða til ættjarðarástar á grund-
velli tilfinninga ffekar en að leggja fram
skynsamleg rök og hélt því fram að ætt-
jarðarástin hafi verið fornmönnum hlíf
og skjöldur til verndar sjálfstæði þeirra:
„Hún brann stöðugt eins og helgur fórn-
areldur í hjörtum landsins bestu sona og
var þeirra tryggasta vörn gegn öllu því,
sem á nokkurn hátt gat miðað til að
hnekkja þjóðarsjálfstæðinu.“37 Einmitt
þetta er mest áberandi í rómantísku
stefnunni; ákveðin geðshræring byggð á
heitum tilfinningum sem átti að vekja
upp kraft tilfinninganna frentur en höfða
til skynsemi manna.
Miðaldadýrkun
1 rómantískri sagnaritun er miðöldum
jafnan gert hátt undir höfði. Eins og fram
hefur komið þóttust margir rómantískir
hugsuðir geta rakið upphaf þjóðarein-
kenna til miðalda, og víst er að Jón Aðils
gerir svo í ritum sínum. Greining hans á
einkennum þjóðarinnar, sem hann rekur
til blöndunar ólíkra kynstofna, má rekja
til rómantískra viðhorfa. Einnig verður
að meta þátt tilfmninga i aðdáun á mið-
öldum. Tímabilið sem skynsemistrúar-
menn gagnrýndu fýrir skort á röklegri
hugsun varð í hugum rómantískra manna
blómaskeið tilfinninga, þegar menn létu
geðshræringar og innsæi ráða gerðum
sinum. Kappar miðalda hafi kennt í sér
frumkraftinn, látið sterkasta afl mannkyns
fleyta sér yfir allar hættur og hindranir og
skapað þvi sem næst fullkomið þjóðfélag.
Þessara viðhorfa kennir í ríkum mæli í
alþýðufyrirlestrum Jóns Aðils.
Blómaskeið íslensku þjóðarinnar að
mati Jóns er tímabilið frá lokum land-
náms um 930 fram til þeirrar stundar er
Islendingar gengu Noregskonungi á
hönd 1262. Þetta tímabil nefnir hann
„sjálfstjórnar- eða þroskatímabilið. A
þeint öldunt stendur hagur þjóðarinnar
með mestum blóma. Hvar sem litið er,
blasir við augum þjóðlíf, svo ríkt og fag-
urt og glæsilegt, að hvergi hefur átt sinn
líka á fýrri öldum, nema hjá Fom-
Grikkjum. . ,“38
Fyrirlestrar Jóns, sem hann gefur út í rit-
inu Gullöld Islendinga, eru helgaðir þessu
tímabili í sögu Islands. I bókinni fjallar
hann um flesta þætti mannlífsins á um-
ræddu tímabili og er aðdáun hans auðsæ.
Eftir lesturinn er einungis hægt að draga
þá ályktun að þjóðlíf „gullaldar" hafi
verið næsta fullkomið, þótt margir erfið-
leikar hafi herjað á fornmenn.
Lífshættir víkinganna vekja mikla aðdáun
Jóns: „Víkingalífið er gullöld Norður-
landa, á líkan hátt eins og söguöldin er
gullöld vor Islendingai"39 Þessar hetjur
hafsins, landnámsmenn Islands, voru ekki
illa þokkaðir sjóræningjar og manndráps-
rnenn heldur hugprúðir atorkumenn:
Aðaleinkenni víkingaaldarinnar er hið
ólgandi æskufjör, hin eirðarlausa frain-
kvæmdar- og frægðarþrá, sem eigi
sleppir tökunum fýr en á sjálfri dauða-
stundinni. . .Víkingarnir leggja þar að
landi sem bezt lætur og helzt er fangs
von; þeir ræna og drepa, brenna og
bræla, og þar sem nokkurt viðnám er
veítt, brytja þeir niður mannfólkið en
hneppa konur og börn í þrældóm, því
engin mótspyrna fær staðist hreysti
þeirra og hugprýði.411
Þegar víkingarnir höfðu, vegna frelsis-
SAGNIR 27