Sagnir - 01.06.1994, Síða 39

Sagnir - 01.06.1994, Síða 39
Englendingar voru afar ósáttir við ein- okun Danakonungs á verslun við Islend- inga og þá stefnu hans að reyna að hindra allar siglingar á íslandsmið. Þeir töldu sig hafa fornan rétt til að veiða við Island og það samrýnrdist ekki alþjóðalögunr að hindra að enskir sjónrenn kæmu að landi á Islandi. Árið 1603 komst Jakob Skota- konungur til valda í Englandi. Hann var mágur Kristjáns IV. sem taldi upplagt að reyna að semja við venslamann sinn. Hann bauðst til að leyfa siglingar Englendinga til Is- lands að því tilskyldu að þeir sæktu hver og einn um leyfisbréf hjá Danakon- ungi, kæmu ekki í land nema lifsnauðsyn lægi við, færu ekki nær landi en sem nam tveim mílunr dönsk- um, létu þegna Danakon- ungs í friði og stunduðu enga verslun. Englands- kóngi þóttu þessir skilmálar eigi aðgengilegir og ekki varð af samningum. Ekkert lát varð hins vegar á Is- landssiglingum Englend- inga. I The Cambridge Economic History of Europe, V. bindi, er tafla sem sýnir hlutfall Islandsbáta af fiskveiðiflota Yanrrouth, senr var ein þeirra borga sem frá fornu fari höföu stundað íslands- siglingar. Þar kenrur fram þróun Islandssiglinga frá þessari borg á sautjándu öld. Varhugavert er að al- hæfa um allar siglingar Englendinga út frá þessari einu borg auk þess senr upplýsingar vantar unr nokkur ár á öld- inni.2 Eigi að síður er ómaksins vert að kanna hversu vel þessar upplýsingar konra heinr og sanran við frásagrrir annála unr ensk skip við landið. Fjöldi báta sem sigldu til Islands frá Yamrouth var mestur arið 1634, alls 63 skip, en fýrir kom að siglingar féllu niður. Algengast var að bátarnir væru nrilli tíu og þrjátíu. Frá 1602 til 1620 voru siglingar í meðallagi, fóru síðan að aukast og voru tiðar á tíma- bilinu 1620-1640. Á tímum borgara- styrjaldarinnar í Englandi vom siglingar nrjög sveiflukenndar en jukust aftur upp úr 1650 og voru í góðu nreðallagi franr til 1675. Þá tók hins vegar mjög að draga úr siglingunr frá Yarnrouth til Islands og á seinasta áratug aldarinnar vom þær að nrestu úr sögunni.' Hvernig konra þessar upplýsingar nú heinr og sanran við frá- sagnir íslenskra heinrilda? Hvað segja þær unr þróun þessara siglinga? Launverslun Treglega gekk að uppræta launverslun Is- lendinga við enska menn hér á landi. Hún færði Islendingunr ýmsan varning senr þeir töldu sig nauðsynlega þurfa. I kvörtunarbréfi Norðlendinga til konungs frá 1. ágúst 1613 sögðu þeir nrikinn mis- brest á að einokunarkaupnrenn sinntu þeim höfnum á Norðurlandi sem þeinr bæri þó skylda til sanrkvæmt ákvæðunr verslunarinnar og fóru franr á að verslun á finrnr höfnunr á Norðurlandi yrði heinril „hvenr der haffde lust till dennonr att besegle. og denne fattige Landtz nod- trofftt at forbedre. Dett vere sig Danske. Tyske. Norske. Engelske eller andett gott folk et cetera."4 I kvörtun Isfirðinga unr svipað leyti kvarta þeir undan góðri stöðu kaupnranna sem geti gert sem þeinr sýnist því að „adrer kaupmenn ero ecki i nand. vid Engelska meiga nrenn ecki kaupa an fieseckta. og ecki vogar alnrugenn þeinr ad selia er kaupmenn vilia ecki hafa. vtan með stomnr vgg og otta vegna fieseckta og rögburdar."5 Ekki mildaðist danska stjórnin við þessa umkvört- un. Þvert á móti gerði hún sitt ítrasta til að hindra alla verslun við Englendinga með konungsbréfunú’ og árið 1619 var í tilskipun unr taxta verslunarinnar ítrekað bann við verslun við út- lendinga. Vöru þar sérstak- lega nefndir til enskir fálka- fangarar.7 Þessu fylgdi kon- ungur eftir með því að senda „skip af Danmörk að vita, hvort ekki fýndist ís- lenzk vara á fiskiduggum enskra manna. Það skip var við Island eptir veturnætur, og könnuðu duggurnar, og fluttu fram i Danmörk nokkra menn, þá sultar- muni þó víxlað höföu.“8 Vatnsfjarðarannálar orða það svo að Danir hafi þjak- að að íslandi.'7 Konungar Dana og Englendinga gerðu árið eftir með sér sáttmála um siglingar og verslun á rnilli ríkjanna og lögðu Danir áherslu á að hafnir á Islandi væru bundnar sérstökum einkarétti og því undanþegnar öllum siglingum frá Englandi.10 Þrátt fýrir þennan sáttmála héldu Englendingar áfram að sigla til Islands. Eins og fram hefur komið voru siglingar þeirra frá Yarmouth aldrei tíðari en næstu tvo áratugi. En hvernig sem á því stendur er lítið getið um veru Englend- inga á eða við Island í annálum næstu ár- in. Nærvera þeirra birtist hins vegar í ít- rekuðum tilskipununr gegn launverslun Jakob I Englandskommgur. SAGNIR 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.