Sagnir - 01.06.1994, Qupperneq 53

Sagnir - 01.06.1994, Qupperneq 53
lýðveldisins. I fyrsta lagi er greinilegt að þeir litu á frelsi og fullveldi þjóðarinnar sem óumdeilanlegt og endanlegt mark- mið íslenskrar stjórnmálabaráttu. Landið var heimili þjóðarinnar, og á sama hátt og hver íslensk fjölskylda skyldi eignast sitt eigið þak yfir höfuðið varð íslensk þjóð að hafa óskoruð yfirráð yfir land- inu. í öðru lagi lögðu þeir ofuráherslu á að lýðveldið væri íslenskt hugarfóstur, sprottið upp úr íslenskri menningu og aðstæðum. Þess vegna túlkuðu þeir ís- lenska lýðveldið sem þjóðveldið endur- reist, þótt hveij- um manni mætti vera ljóst að lýðræðislegt samfélag 20. aldar átti fátt sameiginlegt með goðaveld- inu sem leið undir lok á síð- ari hluta 13. aldar. Það kemur í sjálfu sér ekk- ert á óvart að Islendingar gerðu mikið úr mikilvægi sjálf- stæðisins á þeirn tímamót- um þegar þeir öðluðust það. En okkur ber samt að varast að túlka ís- lenska stjóm- málaþróun sem einangrað fyrirbæri, eða sem sjálfsprottna þróun án tengsla við það sem gerist í nágrannalöndunum. Þannig er ljóst að íslenska nútímaríkið ber flest sömu einkenni og önnur vest- ræn ríki og hlýtur að lúta svipuðum lög- málum og þau. Því leyfi ég mér að halda fram að þótt við höfunt tilhneigingu til að líta á Þingvelli sem eins konar tákn- mynd íslenska ríkisins á hátíðastundum, þá sé táknræns uppruna íslenska lýðveld- isins ekki síður að leita á allt öðrum völl- um, eða á Mars-völlum í París, þar sem EfFelturninn stendur nú; þar kom franska þjóðin i fyrsta sinn saman, une et indivis- able, á ársafmæli Bastilludagsins árið 1790.4 Nú þegar nokkur vafi virðist ríkja um framtíð ríkjaskipulags Evrópu, þar sem fyrirbærin „samfélag“ og „þjóðríki“ hafa talist nánast jafngild,5 er ekki úr vegi að taka goðsögnina um uppruna og eðli is- lenska þjóðríkisins til endurskoðunar. Er það hið endanlega og varanlega heimili Islendinga, eða einungis einn áfangi i endalausum straumi sögunnar? II Likt og svo margt annað í stjórnarfari nútímaríkja hlaut hugmyndin um hina fullvalda þjóð eldskírn sína í hildarleik frönsku stjórnarbyltingarinnar. Með af- töku Lúðvíks 16. snemma árs 1793 rufu Frakkar endanlega þá taug sem stjórn- spekingar 17. aldar höfðu tengt á milli al- mættisins og stjórnarherrans og fluttu fullveldið til þjóðarinnar. Þessi tímamót voru aðeins lokapunktur þróunar sem átt hafði sér stað árin á undan, þar sem íbúar Frakklands skilgreindu sig annars vegar sem þjóð og þjóðina hins vegar sem hina einu sönnu uppsprettu valdsins í ríkinu. Fullveldið var eitthvað sem þjóðin átti í sameiningu, eitthvað sem enginn einn meðlimur þjóðarinnar átti meira tilkall til en annar.6 A þessari sömu hugmynd byggjum við enn þann dag í dag. Ríkis- valdið og lögin eiga upptök í þjóðinni, jafnframt því sem þjóðin öll er skyldug til að lúta lögum og vilja ríkisins - a.m.k. svo fremi sem þar er ekki brotið gegn grundvallarréttindum okkar eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá eða þeim al- þjóðasamþykktum sem við eigum aðild að. Þjóðarhugtakið hefur alltaf verið eitt stærsta vandamálið við skipulag þjóð- ríkja. Til dæmis hefur oft á tíðum reynst erfitt að afmarka og skilgreina einstakar þjóðir. Þetta hefur reyndar aldrei vafist neitt sérstaklega fyrir Islendingum, enda eru landamæri okkar skýrt afmörkuð og menningin tiltölulega einsleit. Fyrir Frökkum var málið ekki eins einfalt, svo dænti sé tekið af frumkvöðlum þjóðríkis- ins í Evrópu, af því að íbúar þess land- svæðis sem við nefnum Frakkland í dag eiga sér mjög ólíkar menningarhefðir og auk þess hafa landamærin við nágranna- ríkin verið reikul í tímans rás. Vandamál þessu tengd geta valdið umtalsverðum vandræðum, sem sést kannski hvað áþreifanlegast í harmleik Balkanskaga nútímans. Harka átakanna þar minnir okkur á að smám saman hafa þjóðirnar öðlast sjálfstætt líf, eru orðnar að eins konar lífverum sem teljast eiga sarna nátt- úrurétt til frelsis og einstaklingarnir. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að í hugmynda- Reykvíkingar í biðröð eftir miðurn á lýðveldishátíðina á Þingvöllumí944 SAGNIR 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.