Sagnir - 01.06.1994, Page 55
með að hafa í för með sér óánægju á jað-
arsvæðum, eitthvað í líkingu við það sem
kemur fram í togstreitu höfuðborgar og
landsbyggðar á Islandi.
III
Fullveldishugtakið hefur þó sjaldnast
verið hugsað út frá einstaklingunum í
þjóðríkjum nútímans af því að í raun er
tilfinningin um þjóðina sem lífræna heild
bein arfleifð frá einyeldum fortíðarinnar.
Sem dæmi má nefiia að þegar franska
þjóðin setti sér stjórnarskrá í fyrsta sinn
árið 1791 var þar skýrt tekið fram að full-
veldið væri „eitt, ódeilanlegt, yrði ekki
afhent öðrum, og ekki af mönnum tek-
ið. Það tilheyrir þjóðinni; hvorki hluti
þegnanna, né nokkur einstaklingur, get-
ur yfirtekið það . . ,“9 Stjórnarskráin
endurómaði í þessum orðum kenningar
heimspekingsins Jean-Jacques Rousseaus,
senr leit á fullveldið sem sameiginlega
eign þegnanna,10 þótt hann setti ekki
fram neina endanlega afmörkun á því
hvaða hópur þegna ætti fullveldið í sam-
einingu. 1 raun gerðist hér ekkert annað
en það að franska þjóðin yfirtók fullveldi
búrbónanna, en samkvæmt kenningum
lögfræðingsins og stjórnspekingsins Jean
Bodins, sem lagði grunninn að stjórnlög-
um einveldisins við lok 16. aldar, skyldi
fullveldið hvíla eitt og ódeilanlegt í
höndunt konungsins."
Hugtökin frelsi og fullveldi hafa því
tvenns konar inntak í nútímasamfélögum.
I annan stað er einstaklingsbundið full-
veldi, þar sem áherslan er lögð á réttindi
þegnanna frekar en ríkisfang og þjóðemi.
Hins vegar er talað um fuUveldi þjóða, en
samkvæmt þeint skilningi er réttur þjóða
til að ráða sér sjálfar aUt að því heilagur og
eilífur. Þjóðríki Vesturlanda eru flest reist á
báðum þessum ltugtökum samtímis,
þ.e.a.s. um leið og réttur þjóða til fúU-
veldis hefur verið viðurkenndur hafa ríkin
tryggt sjálfsákvörðunarrétt þegnanna.
Stjómmálaþróun 19. aldar, sem náði há-
punkti við Versalasamningana árið 1919,
styrkti ríkjaskipun þjóðríkjanna í sessi. Við
lok fýrri heimsstyrjaldar var sjálfsákvörð-
unarréttur þjóðanna viðurkennd regla í
alþjóðasamskiptum, þótt hnefaréttur stór-
velda hafi áfram skipt mestu máli á vett-
vangi alþjóðastjómmálanna. Hildarleikur
síðari heimsstyijaldar færði framámönnum
Evrópu hins vegar heim sanninn um að
leitað öryggis í stofnunum sem veita
henni tilfinningu fýrir því að hún tilheyri
ákveðnu og skýrt afmörkuðu samfélagi,
og þjóðin virðist vera ein mikilvægasta
stofnunin af slíku tæi nú um stundir.
Hins vegar byggir þessi þróun á rót-
grónum ruglingi tengdum hugtakinu
fullveldi. Eitt einkenni lýðræðisríkja er
að þar byggir fullveldið á réttindum ein-
staklinganna, þ.e.a.s. það eru í raun og
veru einstaklingarnir sem mynda þjóð-
trnar sem eru fullvalda en ekki þjóðirnar
sem slíkar. I þessu felst annars vegar að
fullveldið tryggir einstaklingunum
ákveðin réttindi sem verða ekki af þeim
tekin - þau teljast náttúmréttur þeirra -
og hins vegar í því að allir þegnar samfé-
lagsins eiga jafnan hlut í lagasetningu og
njóta þar með jafnréttis gagnvart lögun-
um. Hvað fullveldi einstaklinganna varð-
ar skiptir því ekki máli hvaða samfélagi
þeir tilheyra, svo frenri senr þessi réttindi
þeirra eru tryggð — ég á fullveldi mitt
ekki undir því að ég er íslenskur ríkis-
borgari, lieldur því að ég er þegn ríkis
sent virðir og tryggir réttindi mín. Af
þessu leiðir einnig að Islendingar þurfa
alls ekki að glata fullveldi sínu með því
að ganga inn i stærri ríkisheildir, hvort
sem þeir taka upp nýtt ríkisfang sem ein-
staklingar eða þjóðin gerist sem ein heild
aðili að nýju ríki. Skilyrði fýrir slíku er
auðvitað að hún gerist ekki einhvers
konar viðhengi annars ríkis þar sem önn-
ur þjóð ræður öllu, heldur verði þegn-
arnir fullgildir þátttakendur í stjórn og
lagasetningu þess ríkis sem þeir yrðu að-
iljar að. Annað skilyrði er að menning
allra þegnanna verði virt, þótt sjálfsagt
komi fjarlægð frá valdamiðju ávallt til
SAGNIR 53