Sagnir - 01.06.1994, Síða 68

Sagnir - 01.06.1994, Síða 68
Reykjavík iim 1870. Hcr cr að komast myiid á Suðurgöttma, Iforgrunnifyrir iniðju má sjá Suðurgötii 7 (sem in'i cr í Arbœjarsafni) í uppliaflcgri mynd. Til vinstri sér igajl apóteksins við Austurvöll og gegnt dómkirkjunni er Inisið sem Hjúknmaifélagið Likn starfaði stðar í (einnig i Arbœjarsafni). Alþing- ishúsið var reist tuttiigu ánun síðar i kálgarðiiium á tttilli kirkjunnar og bæjarins. misst allt skynbragð á gildi kristilegrar iðjusemi og skyldurækni og vildi verða sjálfs sín herra í leti sinni. Þannig hlutu það að vera úrhrök nianna sem byggðu þéttbýlið, því að lausafólkið leitaði í ver- in á vetrum, þó að sumt ynni í sveitum á surnrin. Þéttbýlisbúarnir voru siðferði- lega afvegaleitt vinnufólk, sem að öðrum kosti hefði orðið heiðarlegir búhöldar. Þessi ofuráhersla á siðferðið í sögunni af Þorláki gæti virst vera óraunsæ drauntsýn ungs menntamanns í Kaupmannahöfn. Líkt og Baldvin hafi fært bóklærðar kenningar yfir á islenskan raunveruleika, sem farinn væri að fýrnast í minni hans. Það merkilega er þó, að svona virðast ís- lenskir bændur hafa hugsað í raun. Hug- myndir þeirra voru þó vitanlega ekki jafn mótaðar og skýrt skilgreindar og hug- myndir Baldvins, en í huga þeirra lék enginn vafi á siðferðilegum yfirburðum bænda yfir lausafólki. Því var það fremur fólkið sem bjó í bænurn sem var slæmt en ekki bærinn í sjálfum sér. Undir þetta rennir stoðum sú staðreynd, að í sögunni finnast engin hnjóðsyrði um hinar starf- stéttirnar sem bæinn byggja, kaupmenn og embættismenn. Lausamenn í sjó- mennsku voru syndir bæjarins. Reykjavík Jóns Thoroddsens, 1850 Sá, sem stendur um morgunstund við dalbotninn í björtu sumarveðri við upprás sólar, þegar skuggamyndirnar eru að þokast undan sólarbirtunni, og lítur yfir dalinn endilangan, mun ekki geta bundist þeirra orða: Fagur ertu, dalur fósturjarðar minnar, hér vil ég beinin bera.11 I Fagradal bjuggu piltur og stúlka. Pilturinn var afbragð jafnaldra sinna í flestu og lagði hann hug á stúlkuna, sem var öðrum fegurri og vitrari og endurgalt ást piltsins. Pilturinn og stúlkan hétu Indriði og Sigríður og kom saga þeirra úr penna Jóns Thoroddsens um miðja síð- ustu öld. Þessi fyrsta íslenska skáldsaga var skrif- uð þegar rómantíska stefnan hafði náð föstum tökum á íslenskum mennta- mönnum. Fjölnismenn höfðu þegar markað henni íslensk einkenni, áhersluna á þjóðernið og tengslin við frelsisbarátt- una.12 Þessi þjóðemisrómantísku áhrif em auðsæ í Pilti og stúlku, bókin er óður til íslenskrar náttúm og alls sem er sann- lega íslenskt. Hins vegar býr hið þjóðlega í sveitinni, bændurnir eru hinir sönnu Is- lendingar. Reykjavík Jóns Thoroddsens er þannig varla íslenskur bær. I auguni hans er hún danskur kaupmannabær. Aðalpersónurnar, Indriði og Sigríður, alast upp i Fagradal, hvort á sínu hrepp- stjóraheimilinu. Fram dalinn rennur rnikil jökulá, sem markar hreppaskil, og er þessi á hið fyrsta sem hindrar parið í að finnast. Því að sagan er ástarsaga þeirra sveitarbarna, en vegur þeirra til hamingj- unnar er þyrnum stráður, því að ætíð verður eitthvað til þess að hindra að þau nái santan. Sagan endar þó vel, eins og annað rómantískt skáld orti: „ . . . anda sem unnast/fær aldregi/eilífð að skilið.“ Fyrr en þau ánægjulegu ferðalok urðu, átti Sigríður þó eftir að flytjast til Reykjavíkur í ástarsorg yfir Indriða. Gróa á Leiti hafði logið þvi að stúlkunni að Indriði hefði engan hug á henni lengur 66 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.