Sagnir - 01.06.1994, Side 76
Undir því sem kvenfólkið kallaði enska sveitadansa var leikið á eina ískrandi fiðlu, hálffúna bnmhu og glamrandi þriliyrning.
landlækni og Frydensberg landfógeta þar
sem borinn var á borð dýrindis morg-
unverður. Samræður yfir borðum gengu
þó illa þar sem Trampe greifi og Olafur
Loftsson voru þeir einu sem töluðu bæði
íslensku og ensku.35
Daginn eftir héldu Mackenzie og fé-
lagar dansleik. Olafur, sem var túlkur
Mackenzies „. . .og fræðari um allt sem i
bænum gerðist. . .“ sagði þeim að Reyk-
víkingar hlökkuðu rnjög til og að yngis-
meyjar og hefðarmeyjar bæjarins undir-
byggju sig af kostgæfni.36 Kvennagullið
Ölafur vissi örugglega um hvað hann var
að tala og hugði sér sennilega gott til
glóðarinnar. Að öllum líkindum gekk
Ólafi veiðin líka vel. Það má ráða af
þeirri staðreynd að hvar sem hann kom
merkti hann vinstúlkur sínar með ill-
kynjuðum sjúkdóm sem hann hafði náð
sér í á siglingum sínum, svokallaða
„franzós-sýki“ sem var kynsjúkdómur.37
Sjúkdóminn bar Olafur á ekki færri en
tvær stúlkur í Reykjavík og er ekki ótrú-
legt að þær hafi verið fleiri. Síðan fylgdi
veikin honum á ferðum hans um landið
með Mackenzie. Jón Espólin segir:
Olafur Loftsson . . . var og orðaður
sjálfur af, að hafa spillt nokkrum með
þeirri sýki, því að hann fýlgdi barón-
inum enska um land, og eftir hans
umferð bryddi sá krankleiki á sér í
Rangárvalla sýslu og víðar.38
Urðu svo mikil brögð að þessu, að
Frydensberg landfógeti skoraði á Klog
landlækni að skoða Ólaf en . .eigi er
hægt að sjá, hvort orðið hefur úr þessu;
mun athæfi Olafs hafa valdið því, að
hann var eigi skipaður hér læknir“.36
A dansleiknum 15. maí var ýmislegt
sem Mackenzie þótti koma undarlega
fyrir sjónir.
Okkur fórst mjög klaufalega að dansa
það, sem kvenfólkinu þóknaðist að
kalla enska sveitadansa. Ég skildi
hvorki upp né ofan í tónleikunum.
Þeim var haldið uppi af einni ískrandi
fiðlu og leikið undir á sömu hásu,
hálffúnu bumbuna, sem kallað hafði
saman yfirréttinn, og á glamrandi þrí-
hyrning. Við rugluðumst gersamlega,
því að það var nauðsynlegt að fara
með geysihraða gegnurn fölbreytta
röð af flóknum danshringum á tiltekn-
urn tíma. Skyssur okkar og sífelldir
árekstrar á þá, sem næstir okkur voru,
urðu kvenþjóðinni til mikils gam-
ans . . . Meðan setið var að borðurn,
sungu sumar konumar og gerðu það
sæmilega vel. En ég gat ekki notið
skemmtunarinnar vegna sívaxandi
málæðis. Það var oft svo hávært, að
það yfirgnæfði sönginn. Þetta var ekki
álitið ókurteisi á nokkurn hátt.4"
Föðurlandsníðingur á ferðalagi
Ólafur var ekki bara tungumálatúlkur
Bretanna heldur útskýrði hann fýrir þeim
athafnir Islendinga. Auðvelt er að slá því
fostu að Ólafur var ekki góður leiðsögu-
maður. Jón Espólín telur hann ekki hafa
gefið Mackenzie réttar upplýsingar um
74 SAGNIR