Sagnir - 01.06.1997, Blaðsíða 17

Sagnir - 01.06.1997, Blaðsíða 17
hitamáli þar sem mörgum fannst nóg um að hjóðverjar þyrftu að bera sökina á síð- ari heimsstyijöldinni á herðurn sér án þess að Fischer og stuðningsmenn hans bættu þeirri fyrri við. Deilan var í raun ekki síður pólitísk en sagnfræðileg en hér gefst ekki rými til að fjalla náið um hana.5 Kaflaskil urðu í „Fischerdeilunni" og umræðunni um aðdraganda fyrri heims- styrjaldarinnar almennt árið 1969. Það ár gaf Fischer út bókina Krieg der Illusioiicn þar sem hann fjallaði unr Þýskaland fyrir fýrri heimsstyrjöld og aðdraganda stríðs- rns. Ekki var nóg með að þar rökstyddi hann nánar skoðun sína um ábyrgð Þýskalands á að fyrri heimsstyrjöldin braust út heldur gekk hann skrefinu lengra en áður og fullyrti að stríðið hefði ekki verið vegna þess að áhætta sem ráða- menn í Berlín tóku fór á versta veg held- ur sagði hann stríðið hafa verið árangur vel heppnaðrar áætlunar Þjóðverja. Krieg der Illusionen I Kricg der Illusioiien sýndi Fischer fram á með sannfærandi hætti að þjóðernis- rembings- og útþensluhugmyndir (marg- ar þeirra jafnvel svo öfgakenndar að leita þarf til nasistaflokks Hitlers til að finna hliðstæðu'j hefðu verið orðnar mjög út- hreiddar í Þýskalandi löngu fyrir fyrri heinrsstyrjöld og taldi hann að þýska stjórnkerfið hefði verið gegnsýrt af slík- urn hugmyndum. Hvað umræðuna um aðdraganda fyrri heimsstyrjaldarinnar snertir er bókin gíf- ufiega mikilvæg þar sem Fischer afsann- aði hina viðurkenndu söguskoðun. Það er alveg ljóst að Þýskaland og Austurríki- Ungverjaland notuðu bara morðin á rík- tsarfanum og konu hans sem tilefni til að hefja stríð á hendur Serbiu sem ríkin vildu af öðrum ástæðum. Hverjar þær ástæður voru er reyndar enn ekki sam- staða um nteðal fræðimanna en sérfræð- ingar á þessu sviði sagnfræðinnar deila þó nú til dags hvorki um hvort það hafi verið aðgerðir þess- ara tveggja ríkja sem komu stríðinu af stað né hvort morð- in hafi orðið til þess að ráðamenn í Vín áttu enga kosti aðra en að grípa til þeirra aðgerða sem þeir gerðu. Ríkin tóku einfaldlega ákvarðanir sem þau vissu að myndu liklega enda með stórstyijöld þrátt fýrir að aðrar leiðir hefðu algerlega nægt til að bjarga heiðri Austurrikis-Ungverjalands eftir morðin i Sarajevo.7 Hugsanlega mætti halda því fram að ráðamenn íVín hafi vonast til þess að stríð við Serbíu myndi ekki leiða til stríðs við Rússland. Umræðan meðal þeirra sýnir þó greinilega að þeir áttu síður von á því að Rússar stæðu aðgerðalausir á meðan Austurríki-Ungverjaland sigraði Serbíu með vopnavaldi. Flest bendir til þess að evrópsk stórstyrjöld en ekki staðbundið stríð hafi verið það sem stjórnvöld í Þýskalandi vildu. Þannig sýndi Fischer fram á að ákvörðun var tekin í Berlín unt að hefja hernað gegn Rússum og Frökk- um hvort sem andstæðingarnir tækju fýrsta skrefið eða ekki." Það er ljóst að í Krieg der IUusionen eru ýmis atriði sem sagnfræðingar eru ósam- rnála um.’ Almenn samstaða hefur þó náðst um að það hafi verið yfirvegaðar ákvarðanir ráðamanna í Berlín ogVín sem hrundu af stað keðjuverkun sem endaði með því að fyrri heimsstyrjöldin hófst. Morðin í Sarajevo voru tylliástæða til að koma af stað stríði en ekki neisti sem or- sakaði sprengingu í púðurtunnu. Segja má að sérfræðingar í aðdraganda fýrri heims- styrjaldarinnar hafi kastað kenningunni um „sögulegt slys“ fýrir róða. Þess í stað hafa þeir hafið uin- ræðu um hvað hafi orðið til þess að Þýskaland og Aust- urríki-Ungverjaland hrundu fyrri heimsstyrjöldinni af stað, hvort ríkin tvö beri jafn mikla ábyrgð á því að til stríðs kom og hvort önnur ríki hafi borið ábyrgð á því að koma ráða- mönnum i Berlín ogVin í þá stöðu að þeir töldu nauðsynlegt að hefja stríð. Þessi sam- staða um að garnla söguskoðunin standist engan veginn náðist á árunum eftir 1969 og því mætti ætla að höfundar yfirlitsrita um mannkynssögu hafi fyrir löngu hent hinni úreltu söguskoðun út úr bókum sín- um og sett þá nýju inn í staðinn.Tuttugu og átta ár hljóta að vera nógu langur tími til að koma niðurstöðu sérfræðinga á framfæri við almenning, eða hvað? Kennslubækur Rétt er að skoða fýrst þær bækur þar sem fólk kynnist umræðunni um aðdraganda fyrri heimsstyrjaldarinnar í fyrsta sinn, þ.e. kennslubækur sem stuðst er við í grunnskólum landsins. Hjá Námsgagna- stofnun fengust þær upplýsingar að al- mennt væri bókin Samferða um söguna'0 eftir Bengt Áke Hager notuð við kennslu urn þetta tímabil mannkynssögunnar. I bókinni er aðdragandi stríðsins útskýrður á eftirfarandi hátt: Ríkisarfi Austurríkis-Ungveijalands var myrtur ásamt konu sinni í Sarajevo sumarið 1914. Morðinginn var félagi í serbneskri þjóðernishreyfingu ... At- burður þessi leiddi loks til þess að Aust- urríki-Ungverjaland lýsti yfir stríði á hendur Serbíu. Til að knýja Austurríki-Ungveijaland til friðarsamninga hófu Rússar almennt herútboð, þ.e. að búa heri sína til átaka. Þýska ríkisstjórnin taldi sér ógnað með þessu og krafðist þess að Rússar hættu þegar herútboði sínu. Þegar Rússar neit- uðu lýstu Þjóðveijar strax stríði á hend- ur bæði Frökkunt og Rússum." Þetta er í sjálfu sér ágæt og auðskiljanleg einfoldun á kenningunni um „sögulegt Ríkisaifi Austurrikis-Ungvcrjalcmds og ciginkona hans lcggja upp í hinstuferð sítia í Sarajcuo 28.júin 1914. líir morðið á þeim orsök heimsstyjaldarinnarfyrri? „Tuttugu og átta ár hljóta að vera nógu langurtími til að koma niðurstöðu sér- fræðinga á framfæri við al- menning, eða hvað?" SAGNIR 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.