Sagnir - 01.06.1997, Síða 18

Sagnir - 01.06.1997, Síða 18
slys“ en getur varla talist boðleg útskýring á aðdraganda fyrri heimsstyrjaldarinnar í ljósi þess sem komið hefur frarn hér að framan. Hager leit fram hjá sagnfræðirannsóknum undanfar- inna áratuga annað hvort vegna þess að hann vissi ekki af þeim eða taldi niðurstöður þeirra vera rangar af einhverjum ástæðum. Hugsanlegt er að kenningin um „sögulegt slys“ hafi fengið að halda sér einfaldlega vegna þess að hún er einfaldari en sannleik- urinn. Þessi athugun hefur leitt í ljós að í grunnskólum á íslandi er börnum kennd útskýring á aðdraganda fyrri heimsstyijaldarinnar sem er beinlínis röng og var afsönnuð fýrir mörgum árum. Sem betur fer hafa þó margir fengið vitneskju um gang mannkynssögunnar víðar en úr kennslubókum grunnskólans. Eðlilegt er að líta næst á þær kennslubækur sem not- aðar eru á framhaldsskólasdgi. Samkvæmt upplýsingum frá fjölda framhaldsskóla er einkum stuðst við tvær bækur við kennslu á þeim hluta mann- kynssögunnar sem hér er til athugunar og skiptast bækurnar nokkuð jafnt niður á skólana. Þessar bækur eru Mannkynssaga 2'2 og Heimsbyggðin 2.13 Höfundar Mannkynssögu 2 virðast ekki hafa fýlgst betur með umræðunni um að- draganda fyrri heimsstyrjaldarinnar en Bengt Áke Hager eins og sjá má á eftir- farandi brod úr bókinni: Mest cr stuðst við kcimsliibœkuruar Mcmtikytissögti 2 og Heimsbyggðitta iframhaldsskólum landsins. Þjóðernislegan neista þurfti til að sprengja evrópsku púðurtunnuna. Það gerðist þegar slavneskum þjóðernis- sinna, Gavrillo Princip, tókst banatilræði við ríkiserfingja Austurríkis og konu hans í Sarajevo þann 28.júní 1914.14 Á öðrum stað í bókinni er svipuð útskýr- ing á kenningunni um „sögulegt slys“ og sú sem sett er fram í Samfcrða um söguna. Samkvæmt henni hrundu morðin í Sar- ajevo sem sagt af stað atburðarás sem eng- inn réð við og endaði loks í stríði þótt það hefðu verið málalok sem enginn vildi i raun.15Með öðrum orðum er hér ekki að finna neitt sem bendir til þess að höfundar bókanna hafi fýlgst með umræðunni um aðdrag- anda fyrri heimsstyrjaldarinnar siðan á sjöunda áratugnum. Þessi kennslubók á framhaldsskólastigi kennir þvi miður sama úrelta ruglið og kennslubókin sem notuð er i grunnskólum. Ljósið í myrkrinu er Hcims- byggðin 2. Höfundar þeirrar bókar eru greinilega meðvitaðir um umræðuna um aðdraganda fýrri heimsstyij- aldarinnar eftir útkomu bókarinnar Krieg der Illusionen efdr Fritz Fischer. Í Hcims- byggðinni 2 eru reyndar nokkur dæmi um algerar rangfærslur eins og t.d. að „Stjórn- völd íVínarborg ... [hafi gert] ráð fýrir að bandalag þeirra við Þjóðverja héldi aftur af Rússum.“'<>Umræðan meðal ráðamanna í Vín sýnir óumdeilanlega að þeir gerðu sér grein fýrir þvi að stríð við Serbíu jafngilti nær örugglega stríði við Rússland.” Að flestu leyd eru þó þau atriði sem ég er ekki alveg sammála höfundum bókarinnar um, atriði sem enn er deilt um meðal sagnfræð- inga og því algerlega eðlilegt að hafa i bók sem þessari þar sem vissulega er ekki pláss fýrir allar hliðar málsins. Höfundar bókarinnar eyða umtals- verðu plássi í að ræða um aukinn þjóð- ernisrembing, vígbúnaðarkapphlaup evr- ópsku stórveldanna, stórveldabandalögin, ólguna á Balkanskaga og segja svo loks ekki að morðin í Sarajevo hafi neytt ráða- menn íVín til að grípa til aðgerða sein hrundu af stað keðjuverkun sem endaði í stríði sem enginn vildi. í anda þeirrar niðurstöðu sem sérfræðingar um málið eru sammála stendur í bókinni: Ráðamenn í Austurríki-Ungverjalandi ... voru á höttunum eftir átyllu til að ganga milli bols og höfuðs á Serbum. Tilefnið barst þeinr í hendur hinn 28. júní 1914. Þá myrti bosniskur mennta- skólanemi rikisarfa Austurríkis-Ung- verjalands og konu hans er þau voru í heimsókn í Sarajevo Morðin voru sem sagt átylla en ekki hin raunverulega ástæða að baki aðgerðum ráðamanna íVín. Þótt umfjöllunin um aðdraganda fyrri heimsstyrjaldarinnar sé ekki fullkomin í Heimsbyggðinni 2 er hún langt frá því að fa falleinkunn eins og umfjöllunin i Samferða Kemtslubókitt Sattt- ferða utn sögtma er kctind i inörgitin grunnskólum lattdsins. um söguna og Mannkynssögu 2. Greinilegt er að höfundar bókarinnar fýlgjast með umræðu sérfræðinga á þessu sviði sagn- fræðinnar í stað þess að halda áfram að tyggja á úreltum kenningum. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fýr- ir alla sem hafa áhuga á mannkynssögu og/eða menntamálum, að nemendum í íslenskum skólum sé kennd löngu úrelt söguskoðun þrátt fyrir að kennslubæk- urnar séu frekar nýlegar og vonandi kem- ur þessi grein af stað umræðu um þetta alvarlega mál. Ekki eru þó öll yfirlitsrit um mannkynssögu samin með kennslu í skólum i huga og rétt er að athuga hvort aðrar mannkynssögubækur séu skárri en kennslubækurnar. Onnur yfirlitsrit um mann- kynssögu Þótt best hefði verið að skoða öll yfirlits- rit um mannkynssögu sem komið hafa út á íslensku undanfarin ár er ljóst að ekki er pláss í þessari grein til að gera mörgum bókum skil. Því verður hér eingöngu fjallað um tvö algeng rit. Annars vegar Sögu mannkyns, ritröð ABn og hins vegar Hcimssöguatlas Iðunnar.2" „Það hlýtur að vera um- hugsunarefni fyrir alla sem hafa áhuga á mannkyns- sögu og/eða menntamál- um, að nemendum í ís- lenskum skólum sé kennd löngu úrelt söguskoðun ..." I Sögu mannkyns, ritröð AB er stuttlega fjallað um vaxandi útþensluhyggju í Þýskalandi en hún er alls ekki sögð vera ástæða þess að til striðs kom. í ritröðinni er ríkjandi gamla hugmyndin um að eng- inn einn aðili beri ábyrgð á stríðinu. Þetta sést vel á eftirfarandi dæmum: Austurríki-Ungverjaland sat nánast á púðurtunnu á Balkanskaga og spreng- ing í henni gat hæglega dregið Rússa og franska bandamenn þeirra fýrirvara- laust inn í stórstyijöld. Og það var ein- mitt það sem gerðist með „skotinu í Sarajevo" 28.júni 1914 er öfgasinnaður serbneskur þjóðernissinni myrti Frans Ferdinand ríkisarfa Austurríkis.2' Serbneskir þjóðernissinnar myrtu þann dag [28.júní 1914] Franz Ferdinand ... 16 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.