Sagnir - 01.06.1997, Side 36
An titils, 1996 (mynd 5), olía á striga, 177x200 sm. Þeirsem til þckkja kunna að greina andlit JónsAxcls og dóttur hans Brynju á iiiaiincskjunuiii á þessari mynd.
lausir draumar" og sagði m.a. „Myndmál-
ið er goðsagnalegt, litlir atburðir, sögur,
hverfast um sig sjálfar."7 Þessar vangavelt-
ur um hið draumkennda ástand og goð-
sagnalega myndmál dregur athyglina að
Nietzsche og kenningum hans í Geburt
der Tragödie" um að draumurinn væri
sannari en hinn meinti veruleiki, eða
einsog hann orðaði það seinna í Götzen
Dámmerung: „Sýnd er reynd." Nietzsche
vildi meina að draumurinn væri fyllri en
veruleikinn og á þessari sýningu þróaði
Jón Axel þá hugmynd áfranr. En í þeim
málverkum sem hann átti eftir að mála
virðist hann þróa sig frá draumnum og
yfir í trúarlegan existensialisma.
Þróun verka Jóns Axels
Á næstu sýningum þróuðust verk Jóns til
þess að sýna manninn í minna draum-
kenndu umhverfi þó það héldist jafn
órætt, eða jafnvel óræðara.1' Mannskepn-
an var oft sýnd krossfest. Ekki þó einsog
hún væri ranglega sökuð um eitthvað
eða Jón væri að feta i fótspor Ensors eða
annarra sem lýstu listamanninum sem
Kristi og nú væri það listamaðurinn sem
væri krossfestur, heldur var það mann-
skepnan sem var krossfest á léreftinu. Jón
var að fást við hlutskipti mannsins hvar
sem hann var í heiminum. Því rétt einsog
hann sagði sjálfur í viðtali við Morgitn-
blaðið árið 1987: „Karlkynið held ég eigi
ekkert bágt og kvenkynið ekki heldur.
Hitt er annað mál að mannkynið í það
heila getur átt bágt.“ Við lifum á tímurn
þarsem mannskepnan skiptir stöðugt
minna máli. Það kemur víða fram í
blaðaskrifum að stærsta vandamál heims-
ins sé ofgnótt manna. Maðurinn missir
gildi sitt eða er að tapa stríði við rafeind-
irnar."1
Nú voru í nrálverkum Jóns skilin milli
mannsins og umhverfisins óljós og litir
mannsins blönduðust umhverfinu og öf-
ugt. Þessa áhrifa gætir langt yfir á tíunda
áratuginn og í áhrifamiklu verki frá 1994
sem er án titils notar hann manneskju til
að ríma við skýlaga form sem er fyrir of-
an hana. Þannig er manneskjan enn meir
samsömuð umhverfi sínu.Til áréttingar
má benda á að tilvistarsinnar sáu stundum
ekki mikinn mun milli mannsins og um-
hverfisins. Það kemur frarn í verki Jeans
Pauls Sartre „Nauseu“ að kannski er eina
leiðin út úr þeirri tilvistarkreppu sem
manninum er búin, að verða eitt með
listaverkinu." I þessum listaverkum renn-
ur maðurinn saman við umhverfi sitt og
verða manneskjan og umhverfið að einu
34 SAGNIR