Sagnir - 01.06.1997, Side 49

Sagnir - 01.06.1997, Side 49
Flest bendir til að íslenska verslunarfél- agið hafi verið eitt mikilvægasta fyrirtæki sinnar tegundar í ríkinu, allt fram til ársins 1662 þegar styijöld við Svía lék það grátt. Konungur fékk snemma að njóta ávaxta verslunargróðans þegar kaupmannastétt borgarinnar fjármagnaði stóran hluta af stríðsútgjöldum ríkisins á miðri sautjándu öld. Velgengni þess byggðist einkum á hagstæðum samningum við kaupmenn í „Á sautjándu öld þótti vel- ferö utanríkisverslunar best borgið með því að kaup- menn mynduðu sterk versl- unarfélög undir verndar- væng ríkisvaldsins." Hamborg, því ekki reyndist unnt að koma helstu útflutningsafurð Islendinga, skreið, til markaðssvæða í Mið-Evrópu án milligöngu þeirra.4 Arið 1684 var umdæmaverslun inn- leidd á Islandi, einstakar hafnir voru leigðar hæstbjóðanda. Þá glataðist sú sam- vinna sem Islenska verslunarfélagið hafði náð við þýska kaupmenn og verðstýring- ar einstakra Islandskaupmanna báru ekki árangur.5 Útgjöld úr Herbergissjóði þann 29. mars 1696. Zepsen listmálara 60 ríkisdali fyrir altaristöflu - Steenvinchel yfírsmið 40 ríkisdali fyrir tvær styttur úr fílabeini og róðukross - umsjónarmanni baðstofunnar 15 ríkisdali fyrir baðvatn hirðkvenn- anna árin 1695 og 96 - umhirða fyrir hest konungsins í Rungsted 1 4 ár: 10 ríkisdalir — einum Is- landskaupmanni 50 ríkisdali fyrir horn úr einhyrningi sem sett var á listasafiiið. Konutigur hrjur uerið ad greiða andvirði cins kúgildisfyrir Inð nieinta liorn úr einhyrningnum en f)’Ua niátti baðkör- nt í rínnlega scx ár fyrir sötnu upphcvð. Heimild: Kongelige Kainmerregnskabcrfra Frcdcrik llls °& Christiatt VsTid (Kaupmannahöfn,1918), 483. Lánts Gottrítp lögmaðttr ífaðmifjölskylduimar. Það kom í Itlut Gottníps að fara með bœnaskrá Islendinga á fiind komings. Tillögur lians gengu aðallcga út á að afnema utndœniai'ersliinina. — Þjóðininjasafn Islands. Sænsk fallstykki áttu ekki eingöngu heiðurinn af því að Islenska verslunarfél- agið leið undir lok. Arið 1660 var ein- veldi komið á í Danmörku, aðallinn missti gömul forréttindi en borgarar og sérstaklega kaupmenn færðu sig upp á skaftið. Margt bendir til þess að umdæm- averslun hafi verið komið á til að þóknast þessum nýju bandamönnum krúnunnar. Á árunum 1662 til 1683 ríkti nokkurs konar millibilsástand í Islandsversluninni þar sem höfnunum var skipt á milli fjög- urra af stærstu kaup- sýslumönnum Kaup- mannahafnar. Fleiri kaupmenn vildu komast að og þeir hafa ennfremur séð tækifæri í umdæma- versluninni til að rétta hlut sinn gagnvart íslendingum. Það kom á daginn, borgara- legir embættismenn á hjálendunni að- höföust lítið á rneðan leigutakar skömmt- uðu sér lög og rétt í skjóli einveldisins.1’ Danska kaupmannastéttin var ekki ein um að hagnast af umdæmaskiptingunni. Lengi hefur verið talið að Islandsverslunin hafi skipað sérstakan sess á meðal tekju- auðlinda Danakonunga. Afgjöld afversl- unarleigunni eiga að hafa runnið, ásamt Eyrarsundstollinum, beint inn í Kammer- regning eða „Herbergissjóð" konungs, eigið framkvæmdafé hans sem notað var til að (jármagna frillulífi og annan íburð krúnunnar.7 A skýringarmynd á bls. 48 sem sýnir Islandsverslunina eftir kenn- ingum kaupskaparstefnunnar má sjá hvernig hagstjórn á sautjándu öld stefndi að því að auka tekjur konungs samtimis því að koma upp öflugri kaupmanna- stétt. Þetta var tími kaupskaparstefn- unnar en hún ein- kenndist meðal annars af eflingu iðngreina og hand- verks - einkum áberandi í Dan- mörku í tíð Kristj- áns fjórða á árunum 1620—1630." Slikt átak bar á góma í umræðunni urn viðreisn Islands á átjándu öld en þær hug- myndir dagaði uppi og því fór lítið fyrir fjármagnsflæði í þann geira atvinnulífsins. Það samræmdist ekki kaupskaparstefn- unni að efla framleiðslu í landbúnaðar- geiranum en Islandsverslunin byggðist al- gjörlega á henni. Danakonungur hafði takmarkaða möguleika á að auka tekjur sínar af landinu með því að skattpína Is- lendinga. Afgjöld í Jarðabókarsjóð voru í „... borgaralegir embættis- menn á hjálendunni að- höfðust lítið á meðan leigu- takar skömmtuðu sér lög og rétt í skjóli einveldisins." SAGNIR 47
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.